Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Um 400 störf verða lögð niður hjá Tine, stærsta mjólkursamlagi Noregs, á næstu árum m.a. vegna lækkandi útflutningsstyrkja norska ríkisins. Því mun Tine hætta útflutningi á hinum fræga Jarlsbergosti og einnig mun útflutningsstyrkur til svínabænda verða sk
Um 400 störf verða lögð niður hjá Tine, stærsta mjólkursamlagi Noregs, á næstu árum m.a. vegna lækkandi útflutningsstyrkja norska ríkisins. Því mun Tine hætta útflutningi á hinum fræga Jarlsbergosti og einnig mun útflutningsstyrkur til svínabænda verða sk
Fréttir 18. nóvember 2019

Útflutningsstyrkur lækkar í Noregi

Höfundur: Bondebladet - ehg
Norsku Bændasamtökin og stjórn­völd þar í landi urðu á dögunum sammála um hvernig koma ætti til móts við norska kúabændur, nú þegar minnka á framleiðslu á mjólk þar í landi á næstu tveimur árum. 
 
Kemur það til vegna WTO-samnings sem undirritaður var í Naíróbí í Kenía árið 2015 og snýr að því að hætt verður að greiða útflutningsbeingreiðslur frá og með árinu 2021. Fyrir Noreg þýðir þetta minni framleiðslu upp á um 100 milljónir lítra af mjólk sem er um 7 prósent af núverandi mjólkurframleiðslu.
 
Á síðustu stundu drógu norsku smábændasamtökin sig út úr samningaviðræðunum þar sem ekki var tekið tillit til mikilvægra þátta landbúnaðarins af hálfu stjórnvalda að þeirra mati.
 
„Eftir mikla baráttu náðum við að láta stjórnvöld fjármagna 200 milljón króna (norskar) uppkaupskerfi fyrir mjólk. Það er rétt að svínabændur munu einnig finna fyrir því að útflutningsstuðningurinn fer nú af en það er um 1,3 prósent af framleiðslunni á meðan það er 7 prósent hjá kúabændum,“ útskýrir formaður norsku bændasamtakanna, Lars Petter Bartnes. 
 
Útflutningsstopp á Jarlsbergostinum
 
Stærsta mjólkursamlag Noregs, Tine, er í miklum skipulagsbreytingum og munu um 400 störf leggjast af hjá fyrirtækinu innan fárra ára og lækka á kostnað um 14 milljarða íslenskra króna. Ein af ástæðum þess er Naíróbí-samningurinn því nú mun útflutningi á Jarlsbergostinum verða hætt. Jarlsbergosturinn er ein mikilvægasta útflutningsvara fyrirtækisins í dag, eða um tíu þúsund tonn sem selst af honum árlega erlendis, þar af selst helmingurinn á Bandaríkjamarkaði. 
 
Útflutningur á Jarlsbergostinum hefur fengið mikla ríkisstyrki, eða um 500 milljónir norskra króna á ári hverju, en frá árinu 2020 mun útflutningnum hætt sem þýðir að nú verður fyrirtækið að finna leið til að nýta þá 100 milljónir lítra sem farið hafa í framleiðslu á ostinum árlega. Fyrir kúabændur þýðir það að allir framleiðendur verða að framleiða minna en áður eða að einhverjir verða að hætta. Nú byggir fyrirtækið verksmiðju á Írlandi sem mun sjá um útflutningsmarkað fyrirtækisins. 
 
Nýsköpun í ostaframleiðslu
 
Norskir neytendur breyta neyslumynstri sínu hratt líkt og gerist í öðrum Evrópulöndum og þegar norsk mjólkursamlög fá minni og minni vörn gegn samkeppni erlendis frá þurfa þau að hugsa í nýsköpun. 
Í kjölfar mjólkurumræðunnar í Noregi hefur nú talsmaður frá Synnøve-ostaframleiðandanum gengið hart fram í fjölmiðlum þar í landi og biður um 50 aura viðbót í styrki á lítra til að geta framleitt meira og stundað enn frekari nýsköpun á ostamarkaði. 
 
Í dag eru um 400 ostategundir í verslunum í Svíþjóð en um helmingi færri í Noregi, eða um 200 tegundir, og benda forsvarsmenn Synnøve á að mikil tækifæri séu fyrir norsk mjólkursamlög að gefa enn frekar í og framleiða fleiri tegundir en til þess þurfi fyrirtækið meiri styrki. Á þessu og næsta ári verða notaðar hátt í 200 milljónir norskra króna til mjólkursamlaga til að efla samkeppni við mjólkurrisann Tine. 
Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...