Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Út í óvissuna
Mynd / Josh Reid
Leiðari 23. október 2025

Út í óvissuna

Höfundur: Þröstur Helgason, ritstjóri

Ljóst er að það markmið frumvarps atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum að herða tök Samkeppniseftirlitsins á íslenskum landbúnaði og matvælaframleiðslu mun nást ef það verður að lögum. Algerlega óljóst er aftur á móti hvort markmið um að efla hag bænda og neytenda muni nást fram með þessum breytingum.

Þetta er ástæðan fyrir því að bændur og aðrir hagsmunaaðilar í íslenskum landbúnaði láta nú kröftuglega í sér heyra. Með frumvarpinu er bændum og fyrirtækjum þeirra nefnilega stefnt út í óvissuna á hugmyndafræðilegum forsendum. Það er óábyrgt.

Frumvarpið snertir hjarta íslensks landbúnaðar, tengslin milli bænda og vinnslu. Ef samþykkt verður, breytir það grundvallarreglum um hvernig bændur mega starfa saman, hvernig má reka vinnslur og hverjir hafa eftirlit með þeim.

Sjá má hér tækifæri til endurnýjunar – til að skilgreina hlutverk bænda í síbreytilegum markaðsveruleika, byggja upp fjölbreyttari framleiðslu og nýta betur möguleika EES-markaðarins. Og satt að segja eru bændur ekki settir í eftirsóknarvert hlutverk við að tala gegn samkeppni á markaði og verja undanþágur frá henni. Almennt séð eru bændur líklega á sömu skoðun og flestir aðrir, að frjáls samkeppni á markaði getur ýtt undir nýsköpun, hagræðingu og lækkað verð. En þegar kemur að lífsnauðsynlegri matvælaframleiðslu á norðurslóðum með dreifða búsetu þarf að spyrja: Er frjáls samkeppni besta leiðin til að tryggja sjálfbæran landbúnað?

Stóra myndin er nefnilega stærri en svo að hana sé hægt að fella undir trúarsetningar um að hinn frjálsi markaður sé svarið við öllum vanda. Á þessu hafa flestar þjóðir heims áttað sig enda haga þær landbúnaði sínum og matvælaframleiðslu eftir aðstæðum á hverjum stað. Innan Evrópusambandsins eru lagaleg skilyrði atvinnugreinarinnar því æði mismunandi eftir löndum. Þar er nú til dæmis unnið að sameiningu tveggja stærstu mjólkursamvinnufélaga álfunnar, Arla og DMK, til þess að ná fram enn meiri stærðarhagkvæmni, neytendum og bændum til hagsbóta.

Frumvarpið um framleiðendafélög kann að virðast tæknilegt en í raun snýst það um tvennt. Annars vegar snýst málið um það hver á að stjórna framtíð mjólkuriðnaðar og kjötvinnslu í landinu og hins vegar hverra hagsmunir verði í fyrirrúmi. Verði stjórnin tekin af bændum og hún falin Samkeppniseftirlitinu, eins og stefnt er að með þeim frumvarpsdrögum sem nú liggja fyrir, verður almenningur að gera sér ljóst að íslenskum landbúnaði og matvælaframleiðslu er stefnt út í óvissuna. Það eitt og sér mun veikja landbúnaðinn í samkeppni sinni við sífellt aukinn innflutning á matvælum. Þá hugsun verður að hugsa til enda áður en ákvörðun er tekin.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...