Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Út að leika − engin aldursmörk
Á faglegum nótum 21. janúar 2015

Út að leika − engin aldursmörk

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Um hver áramót er Íslendingum gjarnt að strengja ýmis áramótaheit. Ekki hefur mér tekist að efna öll mín áramótaheit undanfarin ár, en það að fara út og leika mér oftar á ís hefur mér tekist nokkuð oft.
Fátt finnst mér skemmtilegra en að leika mér á góðu svelli og það fólk sem ég þekki og finnst gaman að fara út á ísilögð vötn og veiða, á skauta, hestbak eða á vélknúnum farartækjum virðast öll sammála um að fátt sé skemmtilegra.
 
Of oft sér maður fréttir af óhöppum út af veikum ís
 
Það eina sem maður þarf að passa vel upp á er að ísinn þoli þann þunga sem á honum er. Oft hefur verið vitnað í óhapp þegar nokkrir hestar fóru niður um ís á Reykjavíkurtjörn þegar ísinn brast undan þunga hestanna. Í því tilfelli var ísinn ekki nema um 10 cm þykkur og þegar svo margir hestar voru saman hlið við hlið fór sem fór. Í þessu tilfelli varð engum meint af, en of oft hefur veikur ís verið orsök harmleiks. Til að vera viss um að ísinn þoli þungann sem á hann er lagður er gott að bora í hann á nokkrum stöðum og á meðfylgjandi mynd er ágætis viðmiðunartafla um styrk í mismunandi þykkum ís. 
 
Á að vera sjálfsagður hlutur að vara við hættum
 
Á mörgum vötnum eru þekktir staðir þar sem ísinn er þynnri en annars staðar eða jafnvel vakir. Viti menn af svoleiðis á að vera sjálfsagður hlutur að vara við veikum ís til þeirra sem hyggjast fara út á ísinn. Förum varlega á ísnum og látum ekki óvarfærni skemma þá miklu skemmtun sem ísilögð vötn geta veitt manni. Góða veiði og skemmtun.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...