Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Urtönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 6. september 2023

Urtönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Urtönd er minnsta önd Evrópu og þá jafnframt langminnsta andartegundin sem verpur hér á Íslandi. Hún er útbreidd um allt land, helst á láglendi í mýrum, tjörnum, skurðum, ám og flóum. Þessi litla buslönd er afar kvik og hraðfleyg. Þær eru nokkuð félagslyndar utan varptíma og ekki óalgengt að sjá þær í litlum hópum. Engu að síður eru þær afar styggar og fljótar að koma sér í felur ef þær verða fyrir ónæði. Líkt og aðrar buslendur éta þær fræ, plöntur og skordýr sem þær hálfkafa eftir. Urtendur eru að mestu farfuglar, stofninn er um 3.000–5.000 pör og er áætlað að um 1.000 fuglar dvelji hérna yfir veturinn. Þeir fuglar sem fara frá landinu hafa vetursetur aðallega á Bretlandseyjum en einnig Vestur-Evrópu.

Skylt efni: fuglinn

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...