Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Urriðakotshraun friðlýst
Mynd / Umhverfisstofnun
Fréttir 23. janúar 2024

Urriðakotshraun friðlýst

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra friðlýsti Urriðakotshraun sem fólkvang miðvikudaginn 10. janúar.

Er það hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um átta þúsund og eitt hundrað árum.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að friðlýsingu svæðisins sem fólkvangs sé ætlað að tryggja aðgengi almennings að náttúru Urriðakotshrauns, sem búi yfir fjölbreyttum náttúru- og menningarminjum og miklum möguleikum til útivistar, náttúruskoðunar og umhverfisfræðslu. Urriðakotshraun liggur við Heiðmerkurveg skammt frá Urriðaholti í Garðabæ.

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að hraunið sé svokallað klumpahraun og jaðar þess uppbelgdur og úfinn. Í hrauninu séu sveigðir hryggir á yfirborði og úfnir hraukar við jaðrana. Nokkuð sé um hraunhella og kallist þeir Selgjárhellar og Maríuhellar.

Viðstaddir friðlýsinguna voru fulltrúar sveitarfélagsins, Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og Golfklúbbsins Odds sem friðlýsingin var unnin í góðu samráði við.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...