Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hveitiakur í Svíþjóð. Þar í landi hefur verið unninn textíll úr hveitihálmi.
Hveitiakur í Svíþjóð. Þar í landi hefur verið unninn textíll úr hveitihálmi.
Mynd / Rasmus Andersen
Utan úr heimi 1. júlí 2025

Úrgangur frá landbúnaði verður að fatnaði

Höfundur: Sturla Óskarsson

Textíliðnaðurinn veldur ýmiss konar umhverfisálagi á öllum stigum framleiðslunnar.

Bómullarræktun krefst mikillar vatnsnotkunar, sem dæmi telja náttúruverndarsamtökin WWF að framleiðsla á einum bómullarstuttermabol þarfnist 2.700 lítra vatns, sem myndi nægja til þess að halda uppi manneskju í tvö og hálft ár.

Framleiðsla gerviefna er einnig skaðleg umhverfinu, eins og t.d. pólýester, sem er unnið úr jarðefnaeldsneyti.

Sem annan og umhverfisvænni valkost við framleiðslu á vefnaðarvörum er nú þegar nýttur viðarmassi og unnið úr honum sellulósa, eða beðmi, til framleiðslunnar. Úr beðmi má vinna þræði til fatnaðar, bómullarþræðir eru til dæmis nær alfarið úr beðmi. Nýleg rannsókn við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg bendir til þess að nýta megi úrgang úr landbúnaði til framleiðslu á vefnaðarvöru. Í rannsókninni voru skoðaðar fjórar mismunandi tegundir úrgangs, þ.e. massar úr höfrum, hveiti, kartöflum og sykurrófum. Massi unninn úr hafrahýði og hveitistráum reyndist heppilegasti úrgangurinn til þess að áframnýta í textílframleiðslu.

„Þetta er mikilvægt skref að því að geta framleitt vefnaðarvöru úr úrgangsefnum í stað þess að nota bómull, sem er ekki umhverfisvæn, eða við, sem er efni sem við viljum nýta í margt annað, auk þess sem varðveisla hans hefur jákvæð áhrif á loftslagið,“ segir Diana Bernin, aðstoðarprófessor við efnafræðideild háskólans.

Rannsakendur endurunnu efnin með því að sjóða þau í lút. Aðferðin þótti heppilegri en sams konar vinnsla viðarmassa vegna þess að hún þarfnast færri aukaefna. „Lútur inniheldur engin eiturefni sem hafa skaðleg áhrif á náttúruna,“ segir Bernin. Auk þess sem með þessari aðferð er umbreytt úrgangi sem annars færi til spillis og hann nýttur. „Enn fremur eykur þessi aðferð efnahagslegt virði hafra og hveitis, þar sem afgangsafurðir þeirra geta verið nýttar sem hráefni í vinnslu sellulósa.“

Spár gera ráð fyrir skorti á bómull á næstu árum og þörf er á að skoða aðra valkosti. „Rannsóknin sýnir að það eru ýmis tækifæri fólgin í vinnslu úrgangs frá landbúnaði,“ segir Joanna Wojasz, sem gegnir rannsóknarstörfum hjá nýsköpunarfyrirtækinu Tree to Textile, sem tók þátt í verkefninu. „Við ættum ekki að horfa fram hjá þeim tækifærum sem notkun sellulósa býður upp á til fatnaðarframleiðslu í framtíðinni.“

Skylt efni: hveiti

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f