Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Úrgangsstjórnun á undanhaldi
Menning 22. janúar 2024

Úrgangsstjórnun á undanhaldi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Fréttir í lok síðasta árs einkenndust af ofgnótt og neyslu, rusl flæddi upp úr ruslatunnum landsmanna og tilraunir til flokkunar fóru ofan garðs og neðan. Ólga var í fólki varðandi sorphirðuna og helst þótti mörgum tunnurnar ekki losaðar nægilega oft á meðan sorphirðumenn stóðu í ströngu við að benda almúganum á að frauðplastbakki ætti ekki heima í pappírstunnunni.

Á meðan við erum mörg hver hlynntust því að ganga sómasamlega um er ofneysla æ stærri skuggi á heimsbyggðinni allri og finnast dæmi þess hvar sem fæti er niður stigið.

Rannsóknarskýrsla LICADHO

Til að mynda má líta á rannsóknar­skýrslu kambódísku mannréttindasamtakanna, LICADHO, (Cambodian League for the Promotion and Defence of Human Rights) sem byggð er á heimsóknum í yfir tuttugu múrsteinaverksmiðjur landsins. Eru verksmiðjurnar stað­ settar í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, og nærliggjandi héraði þess, Kandalhéraði, en grunur lék á að fataúrgangur fjölmargra alþjóðlegra vörumerkja kæmu við sögu sem eldsneyti verksmiðjanna.

Kom skýrslan út á síðasta ári og mátti í henni finna merkin Adidas, C&A, LPP's Cropp og Sinsay, Disney, Gap, Old Navy, Athleta, Lululemon Athletica, Walmart's No Boundaries, Primark, Sweaty Betty, Reebok, Tilley Endurables, Under Armour og Venus Fashion, en listinn er ekki tæmandi.

Var úrgangur á borð við plast og gúmmí brenndur í þriðjungi verk­ smiðjanna með það fyrir augum að spara eldsneytiskostnað, en án þess að nokkur leyfi eða stjórn væri á. Rétt er þó að hafa vandlega yfirsýn þegar brennsla fataúrgangs á í hlut enda innihalda fataleifar oft eitruð efni á borð við klór, formalín og ammoníak, svo og þungmálma, PVC og kvoðu sem notuð er við litun. Sum hættulegustu efnin sem myndast og losna við slíka eyðingu eru svo einmitt þau sem koma frá brennandi plasti. Má þar helst nefna fjölhringja kolvatnsefni eða PAH (Polycyclic aromatic hydrocarbons), þekkt sem krabbameinsvaldur.

Almenn loftmengun vegna brennslu fataúrgangs getur að auki ollið öndunarerfiðleikum, svæsnum höfuðverk, lungna­ sýkingum o.fl. enda kom fram í skýrslu LICADHO að starfs­ menn múrsteinaverksmiðjanna kvörtuðu reglulega um mígreni, blóðnasir og aðra vanlíðan.

Saklaus þar til sekt er sönnuð

Aðspurð vildu flest fyrirtækjanna sem áttu hlut að máli koma því á framfæri að brennsla úrgangs í ofnum múrsteinsverksmiðja væri ekki hluti af umhverfisstefnu þeirra. Erlendir miðlar ýmissa fréttastofa fóru á stúfana og eftirfarandi kom í ljós:

Forsvarsmenn Adidas segja að þegar sé hafin rannsókn á hvort úrgangur þeirra fari í gegnum viðurkenndar förgunarleiðir, þá með tilliti til brennslu, en umhverfisstefna fyrirtækisins kveður á um að öllu úrgangsefni frá fatabirgjum verði að farga undir eftirliti. 

Þá er talin til stjórn loftgæðaeftirlits og endurvinnslustöðvar sem hafa leyfi sitt frá stjórnvöldum.

Lidl sagðist taka skýrslu LICADHO mjög alvarlega, hafin væri rannsóknarvinna á málinu, en enn sem komið er væru frekari upplýsingar ekki komnar á borðið á meðan Sweaty Betty neitaði að tjá sig að öðru leyti en að segjast vinna náið með birgjum til að tryggja að fullu samræmi við siðareglur um umhverfismál.

LPP sagðist ekki vita til þess að textílúrgangur fyrirtækisins væri brenndur í múrsteinsofnum og sagðist áætla að skipuleggja vitundarvakningu snemma árs 2024 fyrir umboðsmenn sína og verksmiðjur í Kambódíu með sérstaka áherslu á úrgangsstjórnun.

C&A gaf út yfirlýsingu þess efnis að fyrirtækið færi að staðbundnum lögum og reglugerðum, hefði yfirsýn yfir birgja sína og eftirfylgniheimsóknir eigin starfsfólks væru tíðar á staðnum. Hvers kyns misbrestur væri rannsakaður strax.

Tilley Endurables sagði skýrsluna koma sér á óvart enda hefði fyrirtækið skuldbundið sig til að tryggja rétta úrgangsstjórnun byggða á stað­ bundnum lögum og alþjóðlega viður­ kenndum stöðlum. Einnig væri farið yfir allt framleiðsluferli af World Responsible Accredited Production (WRAP). Tilley sagði að eftir frekari rannsókn hefði komið í ljós að í ferlinu hefði verið notast við sorpflutningafyrirtæki sem hefði leyfi frá umhverfisráðuneytinu í Kambódíu sem hefur þó ekki á hreinu hvað verður um úrganginn eftir að honum er safnað.

Ekki var mikið um að önnur fyrirtæki vildu tjá sig um þetta mál auk þess sem WRAP, umhverfis­ ráðuneyti Kambódíu, og umrætt sorphirðufyrirtæki, Sarom Trading Co. Ltd, svöruðu ekki beiðnum um athugasemdir.

Til umhugsunar

Samkvæmt Umhverfisstofnun er heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá textílframleiðslu í kringum 1,2 milljarðar tonna á ári, sem er meira en frá öllu millilandaflugi og sjóflutningum samanlagt. Hvað getur þú gert í málinu?

Skylt efni: tíska

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...