Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hluti hópsins sem fór til Georgíu, f.v. Andri Kári Unnarsson, Erla Karítas Blöndahl Gunnlaugsdóttir, Aníta Mist Fjalarsdóttir,
Sara Mjöll Jóhannsdóttir, Ólafur Kristinn Sveinsson og Eyvindur Halldórsson Warén.
Hluti hópsins sem fór til Georgíu, f.v. Andri Kári Unnarsson, Erla Karítas Blöndahl Gunnlaugsdóttir, Aníta Mist Fjalarsdóttir, Sara Mjöll Jóhannsdóttir, Ólafur Kristinn Sveinsson og Eyvindur Halldórsson Warén.
Mynd / Margrét Regína Grétarsdóttir
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fór fram í Georgíu á dögunum.

Margrét Regína Grétarsdóttir hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands segir keppnina hafa gengið ágætlega heilt yfir, en hátíðin hefur verið haldin í tæp þrjátíu ár og voru íslensku keppendurnir sextán talsins. Keppt var í alpagreinum, á listskautum, snjóbretti og í skíðagöngu. „Sumir voru að keppa á stórum alþjóðlegum leikum í fyrsta skiptið, sem var líka bara gaman og mikil reynsla fyrir þau að taka með sér inn í komandi framtíð í sínum keppnisgreinum,“ segir Margrét.

Skíðabakterían í blóðinu

Þau systkin, sem eru fædd árið 2007 og 2008, segja skíðabakteríuna vera í blóðinu og öll fjölskyldan dugleg í sportinu. „Faðir okkar hóf að æfa skíði um tvítugt og setti okkur strax á skíði þegar við byrjuðum að labba.“ Faðir þeirra, er sauðfjárbóndinn Birkir Þór Stefánsson. Hann hefur vakið athygli fyrir vaskleika en í Bændablaðinu fyrir um áratug segir hann í viðtali: „… Þá hef ég hlaupið nokkuð marga fjallvegi og núna erum við öll fjölskyldan mikið á skíðum. Ég legg braut fyrir skíði hér heima. Síðan fara krakkarnir á æfingar inn í Selárdal, þar sem skíðafélag Strandamanna, SFS, er með aðstöðu, og annað slagið keppni.“

Stefnan sett á markið

Árný segir áhugann á skíðagöngu hafa kviknað almennilega eftir að hún tók þátt í fyrstu Andrésar andar-leikunum sínum og var strax staðráðin í að ná langt.

„Ég er þrefaldur Íslandsmeistari í hefðbundinni göngu og einfaldur Íslandsmeistari í skauti 15–18 ára kvenna, en þessi skíðagangan hefur alltaf verið númer eitt hjá mér. Ástæðan er meðal annars sú að ég var svo orkumikil og náði að nýta orkuna mína mest á gönguskíðunum þó ég hafi einnig æft aðrar íþróttir lengi. Svo er andinn í skíðafélaginu líka svo góður og gaman að keppa.“

Árný ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. „Ég er að stefna á Ólympíuleikana, HM unglinga og einnig HM fullorðna, auk þess sem ég ætla að komast í landsliðið. Stefnan hjá mér er sett hátt og að allt gangi fyrir sig sem fyrst því ég hef mikinn áhuga á þessari íþrótt.“

Þessi duglega stúlka sér svo fyrir sér að flytjast til Svíþjóðar þegar að háskólanámi kemur, læra sjúkraþjálfun, en einnig telur hún betri tækifæri og aðstæður þar til þess að æfa skíðaíþróttina og ná enn frekari árangri í henni.

Árný Helga tók í fyrsta skipti þátt á hátíðinni, en hún kepptui í skíðagöngu.

Dugmikill og ákveðinn

Stefán, bróðir hennar, tekur undir að áhuginn á gönguskíðunum hafi kviknað eftir fyrstu Andrésar andarleikanna og sú íþrótt að sama skapi hafi alltaf verið númer eitt.

„Ég æfði líka frjálsar og fótbolta með skíðunum. Sumrin fóru helst í að mæta á fótboltaæfingar en á veturna voru það gönguskíðin sem tóku yfir,“ segir Stefán sem hefur verið ansi nálægt Íslandsmeistaratitlinum sjálfur.

„Framtíðarplönin mín eru svo bara þannig að ég ætla að klára verkmenntaskólann og fara á Hvanneyri í búfræðinginn. Taka síðan við af foreldrum okkar og verða bóndi,“ segir Stefán en fjölskyldan býr á Tröllatungu í Strandabyggð.

Næsta víst er að gaman verður að fylgjast með þessum duglegu systkinum í framtíðinni svo og félögum þeirra á skíðunum.

Stefán Þór tók í fyrsta skipti þátt á hátíðinni og keppti í skíðagöngu.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...