Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ann-Marie Schlutz á veg og vanda að framleiðslu á sauðamjólk og selur vörur undir merkjum Sauðagulls. Hún hefur aðstöðu til framleiðslu í félagsheimilinu á Fljótsdal.
Ann-Marie Schlutz á veg og vanda að framleiðslu á sauðamjólk og selur vörur undir merkjum Sauðagulls. Hún hefur aðstöðu til framleiðslu í félagsheimilinu á Fljótsdal.
Líf og starf 26. nóvember 2020

Úr sauðagulli verða til ýmsar kræsingar

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Ann-Marie Schlutz og maður hennar, Gunnar Gunnarsson, blaðamaður á Austurfréttum og Austurglugganum, eiga og reka fyrirtækið Sauðagull utan um framleiðslu á vörum úr sauðamjólk. Gunnar Jónsson, tengdapabbi AnnMarie, á og rekur Egilsstaðabúið í Fljótsdal en á búinu eru um 350–400 ær. Nýverið kom á markað handgert konfekt frá Sauðagulli með karamellufyllingu og unnið úr sauðamjólk.   

„Ég er með takmarkað hráefni af mjólk sem ég get fengið og þá þarf maður að hugsa hvernig maður getur nýtt það sem best. Ostagerð er sjálfsögð og fyrsta sem maður hugsar að gera sauðaost. En með því að heimsækja sauðfjárbú erlendis, sem við höfum gert, þá koma margar hugmyndir, meðal annars þetta með konfektið,“ útskýrir AnnMarie og segir jafnframt: 

„Sauðamjólk var um aldir nýtt til manneldis hér á landi og unnið úr henni skyr, smjör og ostar. Þekking á þessu mjög svo íslenska handverki hefur að mestu glatast. Sauðagull stefnir á að endurvekja handverkið með því að framleiða einstakar matvörur úr sauðamjólk. Með því er von mín að geta stutt íslenska sauðfjárrækt og hvetja aðra til að nýta þetta holla, bragðgóða og næringarríka hráefni.“

Hægt er að panta hjá AnnMarie í gegnum Facebooksíðu Sauðagull eða í gegnum netfangið saudagull@outlook.com.

Osturinn, sem heitir Kubbur og er í kryddolíu, er gerður eftir uppskrift að fetaostuppskrift en vegna verndunar heitisins má ekki kalla hann fetaost því sá kemur upprunalega frá Grikklandi.

Skylt efni: sauðaostur | Sauðagull

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...