Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Framleiðendur kynntu sig og sínar vörur á vinnustofunni á uppskeruhátíðinni.
Framleiðendur kynntu sig og sínar vörur á vinnustofunni á uppskeruhátíðinni.
Mynd / Samtök smáframleiðenda matvæla
Líf og starf 27. apríl 2022

Uppskeruhátíð og matarmarkaður í Miðfirði

Höfundur: smh

Smáframleiðendur matvæla héldu uppskeruhátíð Matsjárinnar 7. apríl  og stóðu fyrir matarmarkaði í leiðinni á Hótel Laugarbakka í Miðfirði.

Um var að ræða lokaviðburð á 14 vikna námskeiði undir merkjum Matsjárinnar sem hófs í byrjun janúar 2022. Á þessu 14 vikna tímabili voru haldnir sjö fræðslufundir og sjö fjarfundir. Matsjáin er ætluð smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu efla tengslanet sitt í greininni. Verkefnið er sambærilegt Ratsjánni, verkefni ferðaþjónustunnar.

Daginn eftir uppskeruhátíðina fóru þátttakendur í rútuferð um svæðið til að heimsækja smáframleiðendur og fengu kynningu úr rútunni á þeim sem ekki gafst tími til að heimsækja. Síðasta stoppið var í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd þar sem fjölmargir smáframleiðendur af svæðinu framleiða vörur sínar.

Sigurdís Edda Jóhannesdóttir kom með góðgæti á markaðinn frá Ártanga.

Um 100 manns á matarmarkaðnum

Matarmarkaðurinn var haldinn í Grettissal hótelsins og er talið að um 100 manns hafi sótt hann, en hann var ekki síður haldinn til að gefa smáframleiðendunum tækifæri til að kynnast framleiðslu hvers annars.

Ragnheiður og Þröstur frá Birkihlíð á matarmarkaðinum. 

Í stýrihópi Matsjárinnar voru þær Þórhildur M. Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM), Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SSFM, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðvesturlandi vestra (SSNV) og Svava Björk Ólafsdóttir eigandi RATA.

Í verkefnisstjórninni voru auk stýrihópsins, fulltrúar allra landshlutasamtaka landsins.

Ráðgjafafyrirtækið RATA sá um að leiða verkefnið fyrir hönd samstarfsaðilanna. Matsjáin var styrkt af Matvælasjóði. 

Fleiri myndir frá uppskeruhátíð og matarmarkaði er að finna á Facebook-síðu SSNV.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...