Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Appelsínuuppskera á heimsvísu rýrnar ár frá ári vegna sjúkdóma og loftslagsbreytinga.
Appelsínuuppskera á heimsvísu rýrnar ár frá ári vegna sjúkdóma og loftslagsbreytinga.
Mynd / Hans-Pixabay
Fréttir 4. júlí 2024

Uppskerubrestur hækkar verð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Framleiðendur appelsínuþykknis og -safa segja komna upp kreppu í iðnaðinum á heimsvísu vegna uppskerubrests. Þeir íhuga að snúa sér frekar að mandarínum.

Heildsöluverð á appelsínum er að rjúka upp í hæstu hæðir, nú þegar sýnt þykir að yfirvofandi sé uppskerubrestur hjá brasilískum appelsínuræktendum og einhverjum hinna bandarísku einnig.

Appelsínusafa- og þykknisframleiðendur velta fyrir sér að beina sjónum fremur að til dæmis mandarínum í vörur sínar.

Segir The Guardian að verð á appelsínusafaþykkni hafi um mánaðamótin náð nýju hámarki, um 690 kr. pundið á svokölluðum framtíðarmörkuðum, eftir að ræktendur á helstu appelsínuframleiðslusvæðum Brasilíu sögðust búast við að uppskeran yrði 24% minni en í fyrra, eða 232 milljónir 40,8 kg kassa – og þar með enn verri en 15% samdrátturinn sem áður hafði verið spáð.

Aldrei séð annað eins

„Þetta er kreppa,“ sagði Kees Cools, forseti Alþjóðasamtaka ávaxta- og grænmetissafaframleiðenda (IFU), við Financial Times. „Við höfum aldrei séð annað eins, jafnvel í miklu frosti og stórum fellibyljum,“ sagði hann. Appelsínutré í Brasilíu hafa þjáðst af bakteríusmitinu „sítrusgrænsýki“ sem er ólæknandi sjúkdómur, eftir mikla hita og þurrka á blómgunartímanum seinni hluta síðasta árs. Hin yfirvofandi slæma uppskera í Brasilíu, sem flytur út 70% af öllum appelsínusafa á veraldarvísu, markar þriðju rýru uppskeruna í röð. Auk vandamála í Brasilíu hefur Flórída í Bandaríkjunum orðið fyrir barðinu á fjölda fellibylja og áðurnefndri grænsýki sem dreifist með safasjúgandi skordýrum og gerir ávextina bitra áður en tréð drepst.

Viðvarandi vandamál

Francois Sonneville, háttsettur sérfræðingur í drykkjarvörum hjá Rabobank, sagði að eftirspurn neytenda eftir appelsínusafa hefði minnkað um fimmtung samanborið við í fyrra, þar sem verðið hefði farið í hæstu hæðir og neytendavenjur því breyst.

Sonneville sagði jafnframt að drykkjarframleiðendur yrðu annaðhvort að framleiða þynnri safa, búa til blandaða safa með öðrum ávöxtum eins og eplum, mangó eða vínberjum eða rukka neytendur um hærra verð. Hann var efins um að hægt yrði að nota mandarínur í stað appelsínanna, þar sem það myndi hafa í för með sér viðbótarkostnað við að flytja ávextina í vinnslu.

Vandamálin yrðu viðvarandi, sagði hann, þar sem það tæki langan tíma að planta nýjum appelsínulundum og bændur væru að íhuga aðra kosti þar sem eftirspurn minnkaði á meðan þeir glímdu við vandamál vegna sjúkdóma og hás launakostnaðar í Flórída.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...