Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á Klauf í Eyjafirði varð altjón á sumum ökrum á meðan þriðjungur tapaðist á öðrum. Þeir akrar sem voru hvað best þroskaðir skemmdust mest og telur Hermann Ingi að tjón hans nemi á bilinu 3–4 milljónum króna.
Á Klauf í Eyjafirði varð altjón á sumum ökrum á meðan þriðjungur tapaðist á öðrum. Þeir akrar sem voru hvað best þroskaðir skemmdust mest og telur Hermann Ingi að tjón hans nemi á bilinu 3–4 milljónum króna.
Mynd / HIG
Fréttir 6. október 2022

Uppskerubrestur á Norðurlandi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir og Margrét Þóra Þórsdóttir

Mikið tjón varð á kornökrum norðan heiða í hvassviðrinu sem gekk yfir landið á dögunum, það á við um Eyjafjörð og Suður- Þingeyjarsýslu þar sem tjón gæti numið tugum milljóna þegar upp er staðið.

Sigurgeir Hreinsson

Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að þegar óveðrið skall á hafi átt eftir að þreskja á bilinu 150 til 200 hektara í Eyjafirði. Gera megi ráð fyrir að á hverjum hektara hafi tapast um það bil 2 til 2,5 tonn og megi búast við að tjónið verði að lágmarki 20–25 milljónir króna.

„Þetta eru auðvitað enn ágiskanir þar til búið er að þreskja en ekki ólíklegt að niðurstaðan verði þessi,“ segir Sigurgeir.

Hann segir árferði á liðnu sumri hafa verið kornrækt erfitt, farið var seint af stað og sömu sögu því að segja varðandi þreskingu sem einnig var seinni á ferðinni en vant er. Gerir Sigurgeir ráð fyrir að eftir hafi átt að þreskja af um það bil helmingi akra í Eyjafirði þegar óveður skall á. Á sama tíma í fyrra var þreskingu svo gott sem lokið um miðjan september.

Víða varð verulegt tjón, annars staðar minna. Algengt hafi verið að um helmingur og upp í um 70% hafi eyðilagst, en hann viti einnig dæmi um spildur þar sem allt varð ónýtt.

Haukur Marteinsson
Taka þarf upp tryggingakerfi fyrir uppskeru

Haukur Marteinsson, formaður Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga og bóndi á Kvíabóli í Kinn, segir talsvert tjón hafa orðið á ökrum í héraðinu. Þresking hafi verið um það bil hálfnuð, „og uppskeran lofaði býsna góðu og víða mjög góðu miðað við sólarlítið sumar, þannig að þetta foktjón var alger óþarfi ofan í það.“ Haukur sagði akra víða mjög hávaxna eftir gróðursælt sumar og því hafi þeir lagst verulega í vindinum og úrkomunni. Víða brotnuðu korn og öx og telur hann að tap á ökrum í sýslunni hafi víða verið um það bil tveir þriðju af væntanlegri uppskeru. 

Hann segir ljóst að ef bændur eigi áfram að bera ábyrgð á fæðuöryggi þjóðarinnar þurfi að taka upp tryggingarkerfi fyrir uppskeru líkt og þekkist í nágrannalöndum okkar.

Hermann Ingi Gunnarsson
Bestu akrarnir verst úti

Hermann Ingi Gunnarsson á Klauf í Eyjafirði tekur í sama streng. „Þeir akrar sem við áttum eftir að þreskja fyrir veðurhaminn urðu fyrir skemmdum. Á sumum eyðilagðist þriðjungur uppskerunnar en á öðrum
var altjón. Þeir akrar sem voru hvað best þroskaðir skemmdust mest.“
Hermann segir að téðir akrar hefðu að öllum líkindum gefið milli 5-6 tonn af þurru korni á hektara.

„Uppskeran nú er frá því að vera innan við eitt tonn á hektara og upp í þrjú tonn. Eftir að hafa komist í gegnum erfitt sumar, þar sem kuldi og sólarleysi var ríkjandi, kom góður september sem gerði gæfumun og leit uppskeran vel út þangað til veðrið skall á.“

Hermann segir að milli þrjár til fjórar milljónir króna hafi þar farið í súginn hjá honum, auk þess sem hann þurfi nú að kaupa það korn sem honum varð af. Hann bendir á að hvorki Bjargráðasjóður né almennt tryggingarkerfi taki til tjóns af þessu tagi.

Furðulítið tjón í Skagafirði

Sævar Einarsson, bóndi á Hamri í Hegranesi og einn eigenda félagsins Þreskir ehf., hefur verið á ferðinni um Skagafjörð undanfarið og segir lítið um skemmdir á korni þar. Tjón hafi orðið á ökrum við fimm bæi eftir því sem hann best viti, en heilt yfir hafi sloppið vel til. „Það var furðu lítið um afföll, það má segja að við höfum sloppið vonum framar frá þessu óveðri.“

Sævar segir þreskingu í Skagafirði um það bil að ljúka, flestir búnir og uppskera sé nokkuð misjöfn eftir svæðum. Aðeins hafi borið á frostskemmdum í Hjaltadal og þar um kring, sennilega eftir frostnótt seint í ágúst, en aðrir séu
ánægðir með uppskeru sumarsins.

Hann hefur ræktað korn heima á Hamri í 27 ár og segir uppskeru sumarsins með meira móti, „Fer alveg í topp fimm, þannig að ég er himinlifandi.“

Nýtt Bændablað kom út í dag 

Skylt efni: uppskerubrestur | Korn

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...