Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir, sauðfjárbændur á Koti í Svarfaðardal, hlutu sauðfjárræktarverðlaun. Með þeim á mynd er Birgir Heiðmann Arason, formaður BSE.
Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir, sauðfjárbændur á Koti í Svarfaðardal, hlutu sauðfjárræktarverðlaun. Með þeim á mynd er Birgir Heiðmann Arason, formaður BSE.
Mynd / Aðsend
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar á dögunum. Í ályktun fundarins er nýgerðum breytingum á búvöru­lögum fagnað.

Þau Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius hlutu hvatningarverðlaun BSE fyrir fádæma dugnað og myndarlega uppbyggingu á bújörðinni í Garðshorni á Þelamörk. Í umsögn segir að þau Agnar og Birna séu með óþrjótandi framkvæmdagleði, hafi bætt og breytt húsakosti jarðarinnar og vinnuaðstöðu. Í Garðshorni stunda þau hrossa- og sauðfjárrækt. Búið hefur níu sinnum verið tilnefnt sem hrossaræktunarbú ársins og hross frá bænum hlotið allmörg verðlaun. Sauðfjárræktin er enn fremur til fyrirmyndar skv. umsögn þar sem þau hafa sýnt fram á stöðugar og góðar framfarir bæði í gerð og þunga.

Sigtún hlaut nautgriparæktarverðlaun

Bændurnir á Sigtúnum í Eyjafjarðarsveit, þau Kristbjörn H. Steinarsson og Aðalbjörg Þórólfsdóttir, ásamt börnum sínum og tengdadóttur, hlutu nautgriparæktarverðlaun BSE fyrir góðan árangur og afurðasemi í mjólkurframleiðslu. Kristbjörn og fjölskylda tóku við Sigtúnum árið 2020 en bærinn hefur um langt árabil skilað góðum afurðum. Á síðasta ári var búið þriðja afurðahæsta bú Eyjafjarðar og kýrin Lísa undan Seið 14040 var þriðja nythæsta kýr héraðsins.

Sauðfjárræktarverðlaun búnaðarsambandsins í ár hlutu Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir á Koti í Svarfaðardal. Í umsögn segir að afurðir fjárins séu til fyrirmyndar, vaxtarhraði lamba með því mesta sem gerist og fallþunginn eftir því. Guðrún er frá Koti en Atli Þór frá Grund en þau tóku við rekstri föður Guðrúnar árið 2015.

Fögnuðu breytingum á búvörulögum

Aðalfundur BSE ályktaði um nýgerðar breytingar á búvörulögum. Í ályktuninni er lagabreytingunum fagnað. Í greinargerð með ályktuninni er bent á mikinn vinnslukostnað afurðastöðva í kjöti vegna smæðar markaðarins og takmarkaðrar nýtingar sauðfjársláturhúsa. Meiri hagræðing á grunni samvinnu sé mikilvægur þáttur til að lækka vinnslukostnað.

„Tollasamningar sem Ísland hefur gert við önnur ríki og ríkjabandalög, auk breytinga á fyrirkomulagi við útboð tollkvóta hefur sett mikinn þrýsting til lækkunar á afurðaverði til bænda. Við því er nauðsynlegt að bregðast með breytingum á starfsumhverfi landbúnaðarins eins og gert var með framangreindum breytingum á búvörulögum,“ segir jafnframt í greinargerð með ályktuninni.

Aðalfundurinn var haldinn í Hlíðarbæ þann 27. mars síðastliðinn.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...