Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Uppskerubrestur á rauðum pipar í Indlandi
Mynd / Siti Nurhafizah
Fréttir 22. mars 2022

Uppskerubrestur á rauðum pipar í Indlandi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framleiðsla Indverja á rauðum pipar (chili) lækkar um fimmtung frá fyrra ári vegna uppskerubrests þar í landi. Ástæðan er ágeng óværa sem lagðist á plönturnar og óvenju mikil rigning í helstu framleiðsluríkjum suðurhluta Indlands.

Plöntur urðu illa fyrir barðinu á kögurvængjum (thrips) þrátt fyrir mikla notkun skordýraeiturs og haft er eftir D. Kanungo, frá Andrah Pradesh ríki að bændur hafi þurft að rífa upp plöntur í blómgun. Óværan hafi auk þess valdið mikilli vansköpun á ávöxtum.

Í fregn Reuters er haft eftir jarðræktarfræðingi hjá Indverska landbúnaðar­rannsóknarráðinu að í stað þess að bregðast við meindýrinu hefðu bændur í mörgum tilfellum horfið frá ökrum sínum sem magnaði upp óværuna og gerði illt verra.

Minni framleiðsla hefur orðið til þess að heimsmarkaðsverð á rauðum pipar hefur rokið upp úr öllu valdi á síðustu mánuðum og líklegt er að verðið haldist hátt út árið. Með hækkandi kostnaði við flutninga má einnig búast við enn frekari verðhækkunum á chili og afleiddum afurðum.

Indland er stærsti út- flytjandi af rauðum pipar í heiminum og seldi 578.800 tonn árið 2021 sem var 8% meira en árið áður. Í nágrannaríkinu Pakistan, sem einnig er stór framleiðandi, mun staðan vera svipuð og horfir í uppskerubrest vegna sviptinga í tíðarfari.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...