Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Uppskerubrestur á rauðum pipar í Indlandi
Mynd / Siti Nurhafizah
Fréttir 22. mars 2022

Uppskerubrestur á rauðum pipar í Indlandi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framleiðsla Indverja á rauðum pipar (chili) lækkar um fimmtung frá fyrra ári vegna uppskerubrests þar í landi. Ástæðan er ágeng óværa sem lagðist á plönturnar og óvenju mikil rigning í helstu framleiðsluríkjum suðurhluta Indlands.

Plöntur urðu illa fyrir barðinu á kögurvængjum (thrips) þrátt fyrir mikla notkun skordýraeiturs og haft er eftir D. Kanungo, frá Andrah Pradesh ríki að bændur hafi þurft að rífa upp plöntur í blómgun. Óværan hafi auk þess valdið mikilli vansköpun á ávöxtum.

Í fregn Reuters er haft eftir jarðræktarfræðingi hjá Indverska landbúnaðar­rannsóknarráðinu að í stað þess að bregðast við meindýrinu hefðu bændur í mörgum tilfellum horfið frá ökrum sínum sem magnaði upp óværuna og gerði illt verra.

Minni framleiðsla hefur orðið til þess að heimsmarkaðsverð á rauðum pipar hefur rokið upp úr öllu valdi á síðustu mánuðum og líklegt er að verðið haldist hátt út árið. Með hækkandi kostnaði við flutninga má einnig búast við enn frekari verðhækkunum á chili og afleiddum afurðum.

Indland er stærsti út- flytjandi af rauðum pipar í heiminum og seldi 578.800 tonn árið 2021 sem var 8% meira en árið áður. Í nágrannaríkinu Pakistan, sem einnig er stór framleiðandi, mun staðan vera svipuð og horfir í uppskerubrest vegna sviptinga í tíðarfari.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...