Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ronja Lena Hafsteinsdóttir í hlutverki sínu sem Anna epli.
Ronja Lena Hafsteinsdóttir í hlutverki sínu sem Anna epli.
Mynd / Sara Dröfn
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust undir leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar og söngþjálfun Andreu Gylfadóttur.

Ávaxtakarfan er líflegt og skemmtilegt verk sem tekur þó á viðkvæmu efni, einelti og fordómum, en Ingi Guðmundsson, formaður Leikfélags Hveragerðis, segir boðskapinn mikilvægan og eigi erindi við alla. Viðtökur á sýningunni hafa verið fram úr öllum vonum og er uppselt á Ávaxtakörfuna á þessu ári. „Síðasta sýningin hjá okkur er sunnudaginn 8. desember og þá höfum við verið með fullt hús á alls 22 sýningum frá því í september,“ segir Ingi. „Við erum ótrúlega ánægð með viðtökurnar enda ekki sjálfgefið að sýningar áhugaleikhúsa gangi svona vel.“

Sýningin þyki bæði vönduð og metnaðarfull auk þess sem það sé augljóst að samspil leikaranna beri vott um gott flæði.

Ákveðið hefur verið að halda sýningum áfram á nýju ári og er sala hafin á janúarsýningarnar á vefsíðu Tix.is. Miði á Ávaxtakörfuna er tilvalin jólagjöf auk þess sem sýningin hentar vel fyrir skólahópa. „Hópapantanir og fyrirspurnir fara fram í gegnum netfangið leikhver@gmail.com og um að gera að hafa samband,“ segir Ingi að lokum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...