Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Uppruni, saga og þróun
Á faglegum nótum 6. október 2015

Uppruni, saga og þróun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands sendi nýlega frá sér bók þar sem fjallað er um uppruna og sögu fjórtán byggðasafna í landinu.

Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands, sem er ritstjóri bókarinnar, segir að í henni sé að finna fjórtán ritgerðir um jafnmörg byggðasöfn á landinu ásamt inngangi.

„Í innganginum fjalla ég um sögu byggðasafnanna á landinu, mótunarár þeirra, hvatann fyrir stofnun þeirra og hverjir lögðu þar hönd á plóg. Í ritgerðunum er svo fjallað um það hvernig starf safnanna hefur mótast og þróast á hverjum stað fyrir sig.“

Búnaðarsamtökin dyggir stuðningsaðilar

Elsta safnið sem fjallað er um í bókinni er byggðasafnið á Ísafirði sem er stofnað 1941. Sigurjón segir að í flestum tilfellum sé töluverður aðdragandi að stofnun byggðasafna en að þau eigi mörg það sameiginlegt að Ragnar Ásgeirsson, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands, kom þar að málum.

„Ragnar var á sínum tíma ráðinn af Búnaðarsamtökunum til að sinna málefnum byggðasafnanna og kom við sögu við stofnun fjölmargra þeirra. Þegar saga byggðasafnanna er skoðuð kemur greinilega í ljós að Búnaðarsamtökin voru dyggir stuðningsaðilar þess að byggðasöfnunum var komið á fót. Þau samþykktu ályktanir þess efnis að hið opinbera ætti að hvetja til stofnunar byggðasafna og leggja til fjármagn svo að slíkt væri mögulegt. Ungmennafélögin í landinu voru einnig hvetjandi þáttur í stofnun margra þeirra en að mínu mati voru Búnaðarsamtökin afgerandi hvað það varðar.“

Sigurjón segir að byggðasöfnin byggi oft mikið á söfnum áhugasamra einstaklinga sem hafi viðað að sér alls kyns munum og flytja þá síðan á sameiginlegt byggðasafn. „Í raun eru byggðasöfn samsett að munum sem þúsundir einstaklinga um allt land hafa fært þeim að gjöf.“

Fyrri bók af tveimur

Höfundar ritgerðanna í bókinni eru blanda af safnafólki, safnstjórum og fyrrverandi nemendum í safnafræði og sérfræðingum í safnafræðum. Að sögn Sigurjóns eru byggðasöfn á landinu milli 30 og 40 og söfnin sem fjallað er um í þessari séu þau rótgrónustu.

„Hugmyndin er að gefa út aðra svipaða bók á næstu árum þar sem fjallað verður um fleiri byggðasöfn og að lokum öll í landinu. Það vantar til dæmis tilfinnanlega umfjöllun um byggðasöfn á Austfjörðum í bókina, Minjasafnið á Akureyri, Stykkishólmi og Pakkhúsið á Ólafsfirði svo dæmi séu tekin.“

Aðspurður segir Sigurjón að skilgreiningin á byggðasafni sé stofnun sem sinnir söfnum og varðveislu muna og menningararfs í nærsamfélaginu og heimahéraði.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...