Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Margrét Ágústa Sigurðardóttir.
Margrét Ágústa Sigurðardóttir.
Mynd / Ástvaldur Lárusson
Skoðun 29. september 2025

Upprunamerkingar - Lykillinn að valfrelsi neytenda

Höfundur: Margrét Ágústa Sigurðardóttir

Í sífellt flóknari heimi matvælaframleiðslu og alþjóðaviðskipta, þar sem matvæli ferðast oft langar leiðir frá framleiðslustað til neytenda, hefur upprunamerking matvæla sjaldan verið mikilvægari. Upprunamerkingar snúast ekki einungis um að vita hvaðan varan sem við neytum kemur, heldur ekki síður um valfrelsi neytenda. Merkingar sem gefa til kynna hvar matvara er framleidd, unnin eða ræktuð gegna  þannig lykilhlutverki í neytendavernd ásamt því að styðja við innlenda landbúnaðarframleiðslu og viðhalda trausti milli framleiðenda og neytenda.

Grundvallarréttur okkar allra sem neytenda felst eðlilega í því að vita hvað við erum að kaupa. Upprunamerkingar gera okkur kleift að taka upplýstar ákvarðanir enda geta gæði og framleiðsluaðferðir verið mismunandi milli landa og jafnvel svæða innan landa. Þessi vitneskja gerir neytendum kleift að velja vörur sem samræmast þeirra gildum, hvort sem hún felist í stuðningi við innlenda framleiðslu, umhverfisvænni framleiðsluhætti, vörur sem uppfylla ákveðna staðla um dýravelferð eða annað.

Í mörgum tilfellum eru framleiðsluaðferðir og kröfur til matvælaframleiðslu ólíkar milli landa. Á Íslandi gilda oft strangari kröfur varðandi umhverfisvernd, dýravelferð og matvælaöryggi en annarsstaðar. Þessar auknu kröfur leiða til hærri framleiðslukostnaðar en á sama tíma tryggja þær einnig hágæða matvæli, öryggi þeirra og hreinleika afurða. Þess vegna er mikilvægt að neytendur geti greint á milli íslenskra og innfluttra vara og valið íslensk matvæli kjósi þeir svo.

Alltof algengt er að neytendum sé gert erfiðara um vik að greina á milli íslenskra og innfluttra vara. Frjálsleg notkun á til að mynda íslenska fánanum, táknum eða heiti varanna getur verið villandi og jafnvel blekkjandi. Þetta á jafnt við um kjöt og grænmeti en einnig aðrar vörur. Skýr aðgreining á íslenskum matvælum annars vegar og innfluttum hins vegar er því nauðsynleg til að tryggja valfrelsi neytenda ásamt að vera liður í því að tryggja sanngjarna samkeppni.

Upprunamerkingar geta einnig stuðlað að sjálfbærari matvælaframleiðslu. Með því að styðja við innlenda framleiðslu geta neytendur dregið úr umhverfisáhrifum flutninga (kolefnisfótsporsins) og stuðlað að frekari varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni. Innlend matvælaframleiðsla styrkir ennfremur tengslin milli bænda og neytenda og stuðlar að frekari ábyrgð og gagnsæi í innlendri matvælaframleiðslu.

Við höfum hér á landi upprunamerkið „Íslenskt staðfest" en merkið tryggir að neytendur fái íslenskt þegar þeir velja íslensk. Merkið auðveldar þannig neytendum að velja íslenskt, en til að mega nota merkið þurfa framleiðendur að ábyrgjast að hráefnið sé raunverulega íslenskt og að framleiðsla hafi farið fram á Íslandi. Merkið er áreiðanlegt og auðskiljanlegt og gerir þannig neytendum kleift að taka upplýstar ákvarðanir.

Bændur og neytendur eru í sama liði og hafa sameiginlegan hag af því að innlend matvælaframleiðsla sé sjálfbær, ábyrg og gagnsæ. Þess vegna er óæskilegt ef reynt er að leggja stein í götu beggja aðila með villandi merkingum eða öðrum hætti.

Mikilvægt er að halda áfram að vinna að því að bæta upplýsingagjöf til neytenda og tryggja að upprunamerkingar séu skýrar, áreiðanlegar og auðskiljanlegar. Með því að stuðla að gagnsæi og trausti á markaðnum tryggjum við um leið valfrelsi neytenda. Þá geta neytendur valið íslenskt – vilji þeir velja íslenskt.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...