Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fjölæringar og runnar í garðplöntustöð.
Fjölæringar og runnar í garðplöntustöð.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Á faglegum nótum 24. maí 2023

Uppfærð leitarvél íslenskra garðplantna

Höfundur: Ingólfur Guðnason, fagbrautarstjóri garðyrkjuframleiðslu, Garðyrkjuskólanum Reykjum/FSu

Íslenskir garðplöntuframleiðendur hafa sýnt það og sannað með verkum sínum að hér er hægt að rækta í görðum ótrúlegt úrval trjáa, runna, fjölærra plantna og sumarblóma.

Ingólfur Guðnason.

Áratuga reynsla þeirra í vali á tegundum og yrkjum og ræktun þeirra hefur heldur betur glatt garðeigendur um land allt og sífellt bætist við úrvalið. Við Garðyrkjuskóla FSu á Reykjum í Ölfusi er sérstök námsbraut sem tekur við nemendum sem hafa áhuga á að sérhæfa sig á þessu sviði garðyrkjunnar.

Úrvalið eykst sífellt

Nú er ákjósanlegur tími til að heimsækja gróðrarstöðvar sem selja plöntur í garðinn. Sumir garðeigendur koma í þeim tilgangi að sjá hvað er nýtt í boði þetta vorið, spá og spekúlera og kannski er ætlunin að bæta við einni eða tveimur plöntum í garðinn. Þeir eru þó býsna margir sem falla í freistni þegar öll dýrðin blasir við og þeir fara heim með fullfermi af fallegum plöntum sem munu prýða garðinn, svalirnar eða sumarhúsalóðina um ókomna tíð. Í mörgum þeirra er einnig hægt að fá skógarplöntur í bökkum til gróðursetningar í trjáreiti.

Garðplöntustöðvar eru misjafnlega stórar en eiga það sameiginlegt að áhersla er lögð á gott úrval og lipra þjónustu starfsfólks sem þekkir plönturnar og þarfir þeirra vel. Sumar þeirra hafa lagt sig eftir sérhæfingu, t.d. bjóða nokkrar þeirra sérstaklega gott úrval fjölærra blóma eða sumarblóma, aðrar hafa sérhæft sig í stærri trjám, enn aðrar í fjölda runnategunda og svo má lengi telja. Þar er einnig hægt að fá matjurtaplöntur af öllu tagi til gróðursetningar í matjurtagarð heimilisins. Nú er kominn tími til að huga að næringargjöf og jarðvinnslu fyrir matjurtirnar og gróðursetningu þeirra. Þeir sem ekki hafa enn sáð til gulróta geta t.d. byrjað á því.

Verslun í heimabyggð

Þótt nokkrar stærstu garðplöntustöðvarnar séu á Reykjavíkursvæðinu og Suðurlandi er garðplöntuframleiðendur að finna annars staðar, til dæmis allvíða á Norðurlandi, í Borgarfirði, á Snæfellsnesi, Reyðarfirði og Hornafirði. Það getur verið góð hugmynd að versla við þá framleiðendur sem eru nærri, þá eru auknar líkur á að tegunda- og yrkjaúrvalið sé miðað við ræktunaraðstæður í heimabyggð.

Leitarvél garðplantna – nýjung sem að gagni kemur

Garðplöntuframleiðendur hafa ýmsa samvinnu sín á milli. Félag garðplöntuframleiðenda heldur úti heimasíðunni gardplontur.is þar sem finna má upplýsingar um framleiðendur, ýmsan fróðleik um gróður og garða og ekki síst öfluga og nýuppfærða leitarvél sem gefur upplýsingar um á annað þúsund tegundir og yrki þeirra.

Á leitarvélinni er á auðveldan hátt hægt að fá góðar upplýsingar um val á plöntum. Leita má að ákveðnum tegundum en einnig eftir blómlit, blómgunartíma og hæð, eða vaxtarkröfum eins og vindþoli, seltuþoli, skuggþoli og öðru sem að gagni kann að koma. Þessi leitarvél ætti að auðvelda garðeigendum valið og gerir heimsókn til garðplöntusalans enn markvissari.

Garðeigendur eru eindregið hvattir til að notfæra sér þetta ágæta tól til að víkka þekkingu sína á fjölbreyttu úrvali íslenskra garðplantna.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...