Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lesendarýni 29. janúar 2020
Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson
Ylrækt á Íslandi verður brátt aldargömul, árið 2023, ef miðað er við lítið gróðurhús sem reist var á Reykjum í minni gömlu Mosfellssveit. Nú eru nokkuð yfir 200 þúsund fermetrar undir, við inniræktun, og ýmsar viðamiklar áætlanir uppi um hraðari stækkun gróðurhúsa og stærri stökk við nýbyggingar en við höfum áður séð.
Má þar nefna fyrirtæki eins og t.d. Lambhaga og kannanir annarra lögaðila, í samvinnu við erlenda aðila, á fýsileika þess að reisa afar stórar ylræktunarstöðvar til útflutnings á grænmeti. Samtímis vantar enn upp á að helstu tegundir neyslugrænmetis séu ræktaðar í nægu magni til innanlandsneyslu.
Samstaða er mikil um gildi ylræktar
Undir ylrækt má líka fella greinar eins og þörungarækt og landfiskeldi sem hafa fest í sessi. Ekki má gleyma vægri upphitun jarðvegs við útiræktun sem ekki er talin borga sig samkvæmt þeim svörum sem ég hef fengið við mínum spurningum þar um. Fyrsta slík tilraun var gerð árið 1878 við kartöflurækt á Hveravöllum í Reykjahverfi nyrðra, og þótti takast vel. En hvað um það, skilyrði á Íslandi eru sérlega hagstæð til ylræktar inni sem úti og kolefnisspor vara afar lágt, m.a. vegna vistvænnar raforku. Margar skýrslur, fjöldi áætlana og mörg þingmál hafa verið unnin vegna þessarar búgreinar. Hún hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt. Smám saman hefur sú framtíðarsýn styrkst að ylrækt getur orðið að mjög stórum atvinnuvegi. Tekist hefur að breyta raforkuverði greininni í hag þótt enn þurfi að gera betur og sérmenntun í ylrækt hefur eflt greinina áratugum saman en stórsóknin lætur á sér standa. Nokkur lykilatriði blasa við svo sjá megi betur fyrir þá þróun sem veruleg samstaða er um í samfélagi okkar: Margfalt meiri ylrækt, líka til útflutnings matvæla og ýmissa sérvara.
Verkefnin eru ærin
Við gerð nýrra búvörusamninga verður að leggja mikla rækt við að auðvelda hraða uppbyggingu greinarinnar í landbúnaði. Þar er hagstæðara raforkuverð meðtalið og umsamdar ívilnanir til tiltekins árafjölda í uppbyggingarfasa, t.d. vegna leigu lands eða fasteignagjalda. Efla á menntun í greininni, tryggja enn öflugra starfsnám en hingað til og styrkja framhaldsnám á háskólastigi. Þar gildir samráð ylræktenda og skólakerfisins en um leið þarf ríkið að stuðla að nýrri uppbyggingu Reykjaskóla í samvinnu við Landbúnaðarháskólann. Mælt er með nýjum rannsóknarsjóði garðyrkju og sérstaka alúð verður að leggja við aukna nýsköpun. Hún á við jafnt í garðyrkju sem fiskeldi og framleiðslu þörungaafurða og annarra lífvera, einkum við hlið jarðvarmaorkuvera í svokölluðum auðlindagarði. Ráðlegt væri að stofna ylræktarklasa, að minnsta kosti í landbúnaði, og tengja við hann framboð til menntunar erlendra nema.
Hugmyndir sem þessar hafa komið fram á nokkru árabili en framþróunin verið hæg. Með gerð matavælastefnu fyrir Ísland, ýmiss konar stefnumótun annarri, og því markmiði að efla lífhagkerfið og stuðla að hringrásarhagkerfi hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur opnað gáttir. Í stjórnarsáttmálann er skrifað: „Ríkisstjórnin mun ráðast í aðgerðir til að þróa lífhagkerfið enn frekar, grænar lausnir og aðferðir til að draga úr umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu með hvötum og stuðningi sem miði meðal annars að kolefnisjöfnun greinarinnar. Efla þarf sérstaklega lífrænan landbúnað.“
Suðurland hefur alla burði til mikillar sóknar í ylrækt. Uppbygging Þorlákshafnar sem flutningshöfn styður við hugmyndir um útflutning ylræktarafurða. Nú er lag.
Ari Trausti Guðmundsson
Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi
Fréttir 5. desember 2025
Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.
Fréttir 5. desember 2025
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...
Fréttir 5. desember 2025
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...
Fréttir 4. desember 2025
Góður árangur náðst
Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...
Fréttir 4. desember 2025
Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...
Fréttir 4. desember 2025
Heilbrigð mold í frískum borgum
Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...
Fréttir 4. desember 2025
Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...
Fréttir 4. desember 2025
Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...
3. desember 2025
Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025
Laufey
4. desember 2025
Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025
Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025
