Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26.000 fuglar.
Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26.000 fuglar.
Mynd / Bbl
Fréttir 21. október 2022

Unnið að verndaráætlun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiðitímabil rjúpu er frá 1. nóvember til 4. desember í ár.

Heimilt verður að veiða rjúpu frá föstudegi til þriðjudags. Veiðar skulu hefjast á hádegi þá daga sem veiði er heimil og skal eingöngu standa yfir á meðan að birtu nýtur. Unnið er að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpuna.Á heimasíðu umhverfisráðuneytisins er ítrekað að sölubann er á rjúpum og á það jafnt við um sölu til endursöluaðila og annarra.

Samdráttur í rjúpnastofninum

Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26 þúsund fuglar, en stærð rjúpnastofnsins hefur dregist saman síðustu ár. Biðlar umhverfisráðherra til veiðimanna að sýna hófsemi í veiðum í ljósi viðkomubrests á Norðausturlandi og Vesturlandi. Slæmt tíðarfar í vor og sumar er líklegasta skýringin á viðkomubrestinum.

Þá hvetur ráðherra veiðimenn til þess að flykkjast ekki á Norðausturlandið til veiða og eru veiðimenn á því svæði hvattir sérstaklega til að sýna hófsemi.

Friðlönd fyrir rjúpu

Hjá Umhverfisstofnun er unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpuna.

Fyrir liggur tímasett verkáætlun um gerð stjórnunar- og verndaráætlunarinnar. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir miklu samráði og samtali við hagsmunaaðila og að áætlunin verði tilbúin til kynningar um miðjan maímánuð 2023.

Áætlunin mun einnig fjalla um gildi og hlutverk griðlanda við veiðistjórnun og mun framtíð griðlandsins á SV-landi koma þartil umfjöllunar og endurskoðunar.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hefur farið fram á að þeirri vinnu verður hraðað eins og hægt er og á grundvelli hennar verði fyrirkomulag veiða í framtíðinni ákveðið.

Skylt efni: rjúpnaveiðar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...