Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Laukur frá Varmalæk.
Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Laukur frá Varmalæk.
Mynd / Laura Sundholm
Líf og starf 29. ágúst 2022

Ungstirni á Norðurlandamóti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ungir íslenskir knapar stóðu uppi sem sigurvegarar á Norðurlandamóti í hestaíþróttum sem fór fram á Álandseyjum um miðjan ágúst.

Matthías Sigurðsson og Roði frá Garði unnu til tvennra verðlauna.

Matthías Sigurðsson sigraði þar tölt ungmenna á gæðingnum Roða frá Garði en þeir nældu sé enn fremur í silfurverðlaun í fjórgangi. Hann bætti svo enn einni fjöður í hattinn þegar hann varð í 3. sæti í unglingaflokki gæðinga á Caruzo frá Torfunesi.

Eysteinn Tjörvi Kristinsson sigraði ungmennaflokk gæðinga nokkuð örugglega á keppnishesti sínum, Lauk frá Varmalæk, sem hann flutti með sér til Álandseyja til þátttöku á mótinu.

Í flokki fullorðinna sigraði Leikur frá Lækjarmóti úrslit A-flokks gæðinga undir stjórn Helgu Unu Björnsdóttur. Helga hafði tekið við hestinum í úrslitum fyrir James Faulkner sem hafði komið tveimur gæðingum inn í úrslit, en hann reið sjálfur Eldjárni frá Skipaskaga sem endaði í 7. sæti.

Lið Svíþjóðar vann liðabikar mótsins sem stigahæsta þjóðin sem hlutu flest verðlaun mótsins. Danir voru einnig sigursælir í hringvallargreinum, unnu tölt, fjórgang ásamt því að eiga sigurvegara í öllum flokkum slaktaumatölts.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...