Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Unglingar keppa um verðlaunasæti í uppeldi kálfa
Mynd / Myndasafn Bændasamtaka Íslands
Gamalt og gott 19. júní 2023

Unglingar keppa um verðlaunasæti í uppeldi kálfa

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í júlílok árið 1968 greinir Dagblaðið Vísir frá því að á landbúnaðarsýningunni, þeirri stærstu sem þá yrði haldin hérlendis, verði m.a. keppt um verðlaunasæti í uppeldi kálfa. Segir í textanum:

„Tólf unglingar á Suðurlandi fengu sér kálfa, sem þeir tóku að sér að ala upp sjálfir, og mátti enginn annar koma þar nærri. Einn heltist úr lestinni, þar sem honum fannst kjánalegt að bursta og kemba kálfi. Krakkarnir ellefu munu koma með kálfa sína á landbúnaðarsýninguna í Laugardal og leiða þá í dómhring. Hæstu verðlaun eru 10.000 krónur. Tekið verður tillit til byggingarlags kálfanna, tamningar, framkomu unglings og dagbóka og skýrslna, sem börnin hafa fært um tamninguna af mikilli nákvæmni.“

Ekki kemur fram hvert ungmennanna hlaut verðlaunin, en sýningin, sem haldin var þann 9. ágúst í Laugardalnum, þótti gefa glöggt og greinargott yfirlit yfir þróun landbúnaðar og þær framfarir sem orðið höfðu yfir þá áratugi frá því að sýningin var fyrst haldin.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...