Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Í Vísindaskóla unga fólksins er tekist á við ný þemu vor hvert. Í ár eru það smádýr og smásjár, tré og skógar, gamlir búskaparhættir til sveita, endurnýting og umhverfismál, gervigreind, störf Alþingis og fjármálalæsi. Hér er sólin til athug
Í Vísindaskóla unga fólksins er tekist á við ný þemu vor hvert. Í ár eru það smádýr og smásjár, tré og skógar, gamlir búskaparhættir til sveita, endurnýting og umhverfismál, gervigreind, störf Alþingis og fjármálalæsi. Hér er sólin til athug
Viðtal 12. maí 2025

Unglingar glugga í vísindin

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vísindaskóli unga fólksins er ætlaður börnum á aldrinum 11–13 ára. Þau taka þátt í fimm námskeiðum á Eyjafjarðarsvæðinu á jafnmörgum dögum síðla vors.

Sigrún Stefánsdóttir

Á hverju ári koma um 85 börn í Vísindaskóla unga fólksins sem rekinn er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Sigrún Stefánsdóttir, doktor í fjölmiðlafræði, stundakennari við háskólann og landskunnur fréttamaður á árum áður, hefur skipulagt verkefnið frá upphafi og er Dana Rán Jónsdóttir, líftækniog matvælafræðingur við HA, með henni í öllum undirbúningi og framkvæmd.

Sigrún segir að þetta verkefni sé eitt af því skemmtilegasta sem hún hafi fengist við á langri starfsævi. Hún útskýrir að unga fólkið geti komið þrjú ár í röð. Það sé algengt að þau geri það, og eru það bestu meðmæli með skólanum sem hægt er að fá, að hennar mati. „Reynslan sýnir að oft er erfitt að höfða til drengja þegar kemur að fræðslu en í Vísindaskólanum hefur það tekist,“ bætir hún við. Sum árin hafi verið fleiri drengir en stúlkur.

Búskapur, skógar og hið smásæja

„Í vor verður meðal annars lögð áhersla á smádýr og vinnu með smásjá og tré og skóga. En sveitin gleymist heldur ekki. Nemendur fara í heimsókn á bæinn Öngulsstaði í Eyjafjarðarsveit, fræðast um gamla búskaparhætti og fá að reyna sig á því sviði,“ útskýrir Sigrún. Þá fái nemendur fræðslu í endurnýtingu og umhverfismálum, gervigreind , störfum Alþingis og fjármálalæsi. Opnað verður fyrir innritun í byrjun apríl.

Rýnt í plöntuhluta með smásjá í Vísindaskóla unga fólksins. Víst er að sitthvað forvitnilegt kemur í ljós.

Þátttaka í skólanum er ekki bundin við Eyjafjarðarsvæðið og reynslan sýnir, að sögn Sigrúnar, að börn komi víða að, jafnvel frá útlöndum, til þess að taka þátt í starfi skólans.

Innsýn í náttúruvísindin

Mikil áhersla hefur verið lögð á náttúruvísindi á námskeiðunum. Börnin hafa t.d. lært um ástæður jarðhræringa og eldgosa, enda ærið tilefni til.

Sigrún segir að á undanförnum árum hafi nemendur Vísindaskólans m.a. farið í fjöruferðir og skoðað það sem þau hafa fundið í smásjá. „Þau hafa fræðst um himinhvolfið og mikilvægi vatns og skoðað hreinsistöð bæjarins. Heimsóknir á sveitabæi í nágrenninu hafa slegið í gegn og krakkarnir komu stolt með kíló af kartöflum úr sveitinni. Á hverju ári hafa orkumál verið á dagskránni og hönnun á umhverfisvænum bílum hefur gengið vel á borðum nemenda. Þróun manna og dýra verður til umfjöllunar í vor og heilsa og hreyfing eru líka rauður þráður í dagskránni,“ segir hún að endingu.

Vísindaskóli unga fólksins hefur á hverju ári boðið upp á fimm ný þemu. Fjölmargir aðilar styrkja starfsemi

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...