Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ungir sauðfjárbændur leggja línurnar
Af vettvangi Bændasamtakana 14. mars 2023

Ungir sauðfjárbændur leggja línurnar

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda

Búgreinaþing sauðfjárbænda var haldið í Reykjavík 22.-23. febrúar. Aðdragandi þingsins var góður þar sem 52 tillögur lágu fyrir nefndum deildarinnar

Trausti Hjálmarsson.

Nefndarstarfið gekk vel og er ánægjulegt að sjá hvað þetta nýja form félagskerfisins virkar vel. Við erum öll að læra betur og betur á að funda í fjarfundabúnaði og nýtist það afar vel í öllu nefndarstarfi.

Nefndirnar skiluðu vel unnum tillögum og sköpuðust um þær heilbrigðar og góðar umræður. Á þinginu voru samþykktar 33 ályktanir og eru þær nú aðgengilegar á www. bondi.is. Ég vil hvetja sauðfjárbændur til að kynna sér vel þær ályktanir sem voru samþykktar.

Það er líka ánægjulegt að starfa við þær aðstæður sem nú eru uppi í félagskerfinu, góð blanda þekkingar og reynslu við áhuga og þekkingu ungu bændanna. Það er sem betur fer fullt af ungu fólki sem er tilbúið til þess að starfa í sauðfjárrækt. Fólk sem hefur áhuga á að gera sauðfjárrækt að sínu ævistarfi. Það er fátt eins mikilvægt fyrir framtíð landbúnaðar eins og kynslóðaskipti. Það er ekkert sjálfsagt að ungt fólk hasli sér völl í sauðfjárrækt eins og aðstæður greinarinnar hafa verið síðustu árin. Nagandi afkomuótti og óvissa með framhaldið. En áhuginn er til staðar, nú er verkefnið að tryggja rekstur sauðfjárbúa. Það þarf að koma búgreininni þannig fyrir að bændur geti treyst á afkomuna.

Líkt og mörg undanfarin ár var nýliðun til umræðu á búgreinaþingi sauðfjárbænda. Búgreinaþingsfulltrúar voru einhuga um mikilvægi nýliðunar en telja jafnframt að sterkasti hvatinn fyrir ungt fólk til að vilja fjárfesta í greininni sé bætt rekstrarafkoma. Eftirfarandi tillaga var samþykkt á þinginu.

„Nýliðun í stétt sauðfjárbænda er mikilvæg svo búgreinin haldi áfram að þróast og eigi bjarta framtíð. Mikilvægasta skrefið til að auka nýliðun er að bæta rekstrarafkomu stéttarinnar. En við komandi endurskoðunarvinnu, sérstaklega á rammasamningi, verði horft til að auka stuðning við nýliða.“

Hár meðalaldur bænda á Íslandi hefur talsvert verið til umræðu að undanförnu. Hann er þó ekki eingöngu áhyggjuefni hérlendis því í Bretlandi er hann 59 ár og 67 ár í Japan svo dæmi séu tekin. Meðalaldur sauðfjárbænda á Íslandi er 63 ár að undanskildum þeim búum sem rekin eru af lögaðilum, sem eru tæp 21%. Það er þó áhugavert að benda á að meðalaldur þeirra bænda sem fá greiðslur úr sauðfjársamningi og eru með 1-300 kindur er 65 ár en þeirra sem eru með 301 eða fleiri kindur er 57 ár. Ánægjulegast af öllu er þó að meðalaldur þeirra fulltrúa sem sátu nýafstaðið búgreinaþing sauðfjárbænda var 43 ár. Því er hægt að segja með sanni að þar hafi ungt fólk í greininni markað áherslur deildarinnar fyrir komandi endurskoðun.

Í 3. tbl. Bændablaðsins 2023 skrifar Svandís Svavarsdóttir grein þar sem hún kemur að afar mikilvægum punkti og ánægjulegt að finna að skilningur hennar á slæmri efnahagslegri stöðu bænda er fyrir hendi. Þar segir hún að mikilvægasta forsendan fyrir því að landbúnaður þrífist sé að koma bændum inn í sama efnahagslega veruleika og öðrum stéttum þjóðfélagsins. Undir þetta tek ég heilshugar, enda benti ég á í grein í 1. tbl. Bændablaðsins 2023 hversu illa hefur gengið að fylgja eftir d.lið 1. greinar markmiða búvörulaga þar sem segir að tryggja eigi bændum sömu kjör og öðrum stéttum þjóðfélagsins. Ég er sammála Svandísi, þetta þarf að laga. Nú er bara að finna leiðirnar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...