Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Höfundur: Prjónakveðja, Stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og falleg áferð.

Stærðir: 3 (6/9) 12/18 mánaða

- Yfirvídd: ca. 46 (52) 59 cm.
- Sídd: ca. 25 (28) 32 cm.

Garn: No. 3 Organic Wool + Nettles frá ONIONKnit (fæst í Handverkskúnst) - 2 (2) 3 dokkur, litur á mynd laks nr 04.

Prjónar: Sokkaprjónar og hringprjónn 60 cm nr 3 og 3½.

Prjónfesta: 24 lykkjur x 30 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr. 3½ = 10 x 10 cm.

Tölur: 5 (6) 6 stykki

Skammstafanir: L = lykkja/lykkjur / sl = slétt / br = brugðið / sm = samman / PM = prjónamerki / * * = markar endurtekningu / Klykkja-sl = prjónið kantlykkjur slétt / út-V = útaukning vinstri halli / út-H = útaukning hægri halli / 2 snúið sl sm = prjónið 2L saman í aftari lykkjubogann. Peysan er prjónuð ofan frá og niður. Það eru prjónaðar 4 kantlykkjur slétt í upphafi og enda allra umferða.

Hnappagöt: Prjónið 1. hnappagat í byrjun umferðar 5 og síðan í 20. hverri umferð þannig: 1 sl, 2 sl sm, sláið bandið um prjóninn.

Berustykki: Fitjið upp 69 (73) 77 lykkjur á hringprjón nr 3 (prjónið fram og til baka). Umferð 1: 4 Kantl-sl-, *1 br, 1 sl* (endurtakið frá *-* þar til 5L eru eftir af umferð), 1 br, 4 Kantl-sl. Umferð 2-6: 4 Kantl-sl, prjónið lykkjur eins og þær koma fyrir í stroffi, þar til 5L eru eftir af umferð, 1 sl, 4 Kantl-sl. Skiptið yfir á hringprjón nr 3½ og prjónið mynstur þannig:.

Umferð 1 og allar umferðir frá röngu: 4 Kantl-sl, prjónið brugðið þar til 4 lykkjur eru eftir af umferð, 4 Kantl-sl.

Umferð 2 og allar umferðir frá réttu: 4 Kantl-sl, prjónið skamkvæmt mynsturteikningu (ath: mynsturteikning sýnir bara umferðir frá réttu). Endurtakið mynstur 15 (16) 17 sinnum í umferð, 1 sl, 4 Kantl-sl (= 159 (169) 179 lykkjur þegar mynstri er lokið).

Endið á umferð frá röngu og setjið inn PM þannig: prjónið 22 (24) 26 L br, setjið PM (framstykki), prjónið 36 (37) 38 L br, setjið PM (ermi), prjónið 43 (47) 51 L br, setjið PM (bakstykki), prjónið 36 (37) 38 L br, setjið PM (ermi), prjónið síðustu 22 (24) 26 L br, seinni helmingur á framstykki. Prjónið áfram fram og til baka slétt prjón með 4 Kantl-sl eins og áður og munið eftir hnappagötum.

Laskaútaukning: umferð 1: prjónið slétt þar til 1L er að PM, út-H, 1 sl, *1 sl, út-V, prjónið slétt þar til 1L er að næsta PM, út-H, 1 sl* (endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar), 1 sl, út-V, prjónið slétt út umferð.

Umferð 2: 4 Kantl-sl, prjónið brugðið þar til 4L eru eftir af umferð, prjónið Kantl-sl. Endurtakið þessar 2 umferðir alls 3 (4) 6 sinnum (= 183 (201) 227 lykkjur).

Skipting bols og erma: Prjónið slétt yfir framstykki 25 (28) 32 L, setjið ermalykkjur á þráð 42 (45) 50 L, fitjið upp 8 (8) 8 lykkjur, prjónið slétt yfir bakstykki 49 (55) 63 L, setjið ermalykkjur á þráð 42 (45) 50 L, fitjið upp 8 (8) 8 lykkjur, prjónið slétt yfir framstykki 25 (28) 32 L (= 115 (127) 143 L). Prjónið áfram fram og til baka eins og áður þar til stykkið mælist 11 (13) 16 cm frá skiptingu bols og erma, endið á umferð frá röngu. Mundu eftir hnappagötum. Skiftið yfir á hringprjón nr 3 og prjónið stroff: 4 Kantl-sl, *1 br, 1 sl* (endurtakið frá *-* þar til 5L eru eftir af umferð), 1 br, 4 Kantl-sl. Prjónið alls 10 (12) 14 umferðir stroff. Setjið síðasta hnappagat í 4. síðustu umferð á stroffi. Fellið af í stroffprjóni.

Ermar: Færið ermalykkjurnar yfir á sokkaprjóna nr 3½, takið upp/ prjónið upp 8L undir hendi (= 50 (53) 58 L). Prjónið í hring slétt prjón og fækkið í 4. umferð þannig: 1 sl, 2 sl sm, prjónið slétt þar til 3L eru eftir af umferð, 2 snúið sl sm, 1 sl. Fækkið lykkjum þannig í 4. hverri umferð alls 3 sinnum (= 44 (47) 52 L). Prjónið áfram án úrtaka þar til ermin mælist 11 (13) 15 cm. Fækkið um 6 (7) 8 L jafnt yfir í síðustu umferð (= 38 (40) 44 m). Skiftið yfir á sokkaprjóna nr 3 og prjónið stroff 10 (12) 14 umferðir. Fellið af í stroffprjóni.

Frágangur: saumið tölur í peysuna, gangið frá endum. Þvoið samkvæmt þvottaleiðbeiningum á garni og leggið í mál til þerris. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...