Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ungbændur í Noregi vilja meiri sjálfbærni og hærra matarverð
Fréttir 8. maí 2017

Ungbændur í Noregi vilja meiri sjálfbærni og hærra matarverð

Höfundur: Bondebladet / Erla H. Gunnarsdóttir
Nú hafa ungbændur og umhverfissamtök í Noregi tekið sig saman og gefið út yfirlýsingu um hvernig þau vilja sjá framtíðina í norskum landbúnaði. 
 
Þar er óskað eftir meiri sjálfbærni og hærra matarverði en einnig að flytja eigi útreikninga á beingreiðslum frá magni til landsvæða. 
 
Uppgjör gegn risabúunum
 
Yfirlýsingin er eins konar uppgjör gegn risabúum og fjöldaframleiðslu.
Samtökin, sem kalla sig bandalag fyrir nýja landbúnaðarstefnu, voru stofnuð árið 2012 og að þeim koma sjö ungliða- og umhverfisverndarsamtök.
 
Þau vilja fara aðrar leiðir en núverandi stjórnvöld fara og vilja þannig fara til baka til smærri og meðalstórra búa, hugsa beingreiðslukerfið upp á nýtt og fara yfir þær leiðir sem hægt er að fara til að sporna gegn síauknum innflutningi á kraftfóðri.
 
 Vilja auka sjálfbærni
 
Í dag er flutt inn yfir ein milljón tonna á ári sem er tvöföldun á 15 árum. Helmingur af því kraftfóðri sem norsk húsdýr eru fóðruð á er innflutt. Hugmyndafræði þeirra er að gera landbúnaðinn sjálfbærari sem byggist á hverju svæði fyrir sig. 
 
Krafan um magn, skilvirkni og arð leiðir til ósjálfbærni
 
„Aðalvandamálið með land­búnaðar­­­stefnuna í dag er einhliða skuldbinding á skilvirkni, arði og magni. Þetta leiðir af sér meiri miðstýringu og fleiri bændur í hlutastarfi sem gegna jafnmikilvægu hlutverki eins og bændur í fullu starfi. Stefna stjórnvalda gerir það einnig að verkum að það verður meira aðlaðandi að nota innflutt kraftfóður. Stjórnvöld sjá ekki heildarmyndina, heldur hugsa eingöngu um magn og ekki allt hitt sem er gott við landbúnaðinn,“ segir Kathrine Kinn, sem er í forsvari fyrir samtökin.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...