Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Algengast er að sígrænum gróðri sé skýlt og þá helst þeim tegundum sem erutæpleganóguharðgerðarfyriríslensktveðurfar.
Algengast er að sígrænum gróðri sé skýlt og þá helst þeim tegundum sem erutæpleganóguharðgerðarfyriríslensktveðurfar.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Á faglegum nótum 7. nóvember 2022

Undirbúum garðinn fyrir veturinn

Höfundur: Ágústa Erlingsdóttir, brautarstjóri skrúðgarðyrkju á Reykjum.

Þegar haustið fer að minna hressilega á sig með lægðagangi, kulda og rigningum er tilvalið að nýta góðviðrisdagana inn á milli til þess að undirbúa garðinn fyrir veturinn.

Eitt það sem þarf að útbúa tímanlega fyrir fyrsta skammt af snjó er að skýla viðkvæmari tegundum og plöntum sem hafa kalið óþarflega mikið síðustu vetur. Algengast er að sígrænum gróðri sé skýlt og þá helst þeim tegundum sem eru tæplega nógu harðgerðar fyrir íslenskt veðurfar. Það vill enginn sjá sígrænu plönturnar sínar rauðar á lit að vori.

Vetrarskýling trjáa og runna

En hvernig berum við okkur að við að skýla plöntum fyrir veturinn? Til verksins þurfum við 3-4 timbur- eða járnstaura fyrir hverja plöntu, striga og að lokum bensli (strappa) eða heftibyssu. Ef við tökum sem dæmi 1,30 m háan garðaýr (Taxus x media) sem þarf að skýla þá er byrjað á að reka niður staura umhverfis plöntuna. Þeir geta verið þrír eða fjórir eftir lögun og stærð plöntunnar en mikilvægt er að huga að því að þegar strigi er stekktur utan á staurana að þeir haldi létt við greinar plöntunnar án þess að þrengja um of að henni.

Garðaýr er jafnan aðeins mjórri ofan til en að neðan og þá er gott að láta staurana halla aðeins inn í átt að toppnum án þess þó að þeir snertist efst. Því næst vefjum við striganum utan um staurana og plöntuna þannig að hann liggi vel niðri við jörð og greinar garðaýrsins sveigist upp með striganum. Ef við notum timburstaura er hægt að hefta strigann fastan við staurana með heftibyssu en ef við notum járn- eða málmstaura þarf að nota ýmist bensli eða vír.

Eins og fyrr segir þarf striginn að ná vel niður á jörðu svo ekki blási auðveldlega undir hann en ekki er ráðlegt að loka með striga yfir toppinn á plöntunni. Þar er gott að lofti aðeins um og með því að hafa opið í toppinn minnkum við líkurnar á því að kuldi liggi að plöntunni fram eftir vori þegar hlýna tekur í veðri. Tilgangur þess að skýla plöntum yfir veturinn er að minnka álag frá skafrenningi og köldum vindum. Því náum við fram með því að hafa striga umhverfis plöntuna á hliðunum.

Mjög lágvaxnar og jarðlægar tegundir eru auðveldari verkefni í vetrarskýlingu. Að hausti er gott að leggja yfir þær trjágreinar sem munu sjá um að brjóta aðeins vindinn og auka líkur á að snjór festist yfir plöntunum. Bestu greinarnar í þetta eru af sígrænum plöntum s.s. furu eða greni þar sem þær mynda þétta hulu.

Gott er að skorða greinarnar vel af þannig að tryggt sé að þær fjúki ekki í burtu þegar vindurinn blæs. Það er hægt að gera með því að grafa enda þeirra aðeins niður í jarðveginn og jafnvel leggja 2-3 greinar yfir á móti hver annarri og flækja þeim saman.

Fjölærar plöntur

Yfirleitt er ekki eins mikilvægt að skýla fjölæringum. Ágætt ráð er að skilja visin lauf og stöngla eftir á plöntunum og fjalægja þau ekki fyrr en vorar á ný.

Þá fá plönturnar náttúrulegt skjól sem nægir til að hlífa þeim fyrir næðingum og fyrstu frostum. Lauf af grasflötinni mætti raka inn undir trjá- og runnabeð til skýlingar.

Talsvert af smádýrum dvelur í þessum laufmassa og nýtur skjólsins, og þegar vorar fara ánamaðkar og fleiri tegundir að brjóta efnið niður og smærri örverur hefja niðurbrot þess, sem að sínu leyti gerir jarðveginn næringarmeiri og betri.

Safnhaugurinn

Varla er hægt að búast við að virkni safnhaugsins haldist að ráði yfir hörðustu vetrarmánuðina. Samt er rétt að setja allt úrgangslauf sem til fellur í safnhauginn að hausti. Það nýtist þegar hlýnar og gefur ágætan næringarauka í beðin. Það er sem sé óþarfi að fjarlægja lífrænt efni úr garðinum, allt kemur að notum.

Skylt efni: Garðyrkjuskólinn

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...