Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá Eyjafirði.
Frá Eyjafirði.
Fréttir 2. júní 2016

Undirbúa stofnun matvælaklasa

Ferðamálafélag Eyjafjarðar­sveitar samþykkti á aðalfundi sínum í apríl að fela stjórn félagsins að hefja undirbúning að stofnun matvælaklasa í Eyjafjarðarsveit með þátttöku matvælaframleiðenda, veitingaaðila og áhugamanna um mat úr héraði. 
 
Kynningarfundur um hugmyndina var haldinn á Lamb Inn á Öngulsstöðum í liðinni viku þar sem frummælendur voru Laufey Haraldsdóttir, lektor og deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Garðar Kári Garðarsson, landsliðskokkur og yfirmatreiðslumaður á Strikinu, Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar, og Jóhannes Geir Sigurgeirsson á Öngulsstöðum sem kom inn í forföllum Arnars Árnasonar, formanns Landssambands kúabænda. 
 
Góð mæting var á fundinn og voru þar fulltrúar matvælaframleiðenda, veitingaaðila, sveitarstjórnar og fleiri áhugasamir. Eftir framsögu var spjallað vítt og breitt um hugmyndina og ákveðið að stjórn Ferðamálafélagsins héldi áfram með undirbúning að stofnun matvælaklasans.
 
Eyjafjarðarsveit er mikið matvælaframleiðsluhérað og sáu fundarmenn ótvíræða kosti í að ramma inn samstarf matvælaframleiðenda og ferðaþjónustunnar með þessum hætti. 

Skylt efni: matvælaklasi

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...