Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Umsóknir í Matvælasjóð voru 272
Fréttir 9. júní 2021

Umsóknir í Matvælasjóð voru 272

Höfundur: smh

Umsóknarfrestur í aðra úthlutun úr Matvælasjóði stóð til 6. júní og bárust alls 272 umsóknir í alla fjóra flokkana. Sjóðurinn hefur 630 milljónir til úthlutunar og næstu skref eru þau að umsóknirnar fara til fagráða sjóðsins sem munu veita umsögn um þær og í kjölfarið mun stjórn sjóðsins gera tillögu til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um úthlutun úr sjóðnum. 

Í fyrstu úthlutun sjóðsins í desember á síðasta ári bárust 266 umsóknir, en þá voru 500 milljónir til úthlutunar.

Í flokkinn Bára , sem styrkir verkefni á hugmyndastigi og er ætlað að fleyta hugmynd yfir í verkefni, bárust nú 124 umsóknir. 

Í flokkinn Afurð, sem styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar bárust 58 umsóknir. 

Í flokkinn Kelda,styrkir rannsóknarverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu, bárust 47 umsóknir. 

Í flokkinn Fjársjóður, semstyrkir sókn á markaði, bárust 43 umsóknir.  

Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla um land allt.  

Skylt efni: Matvælastjóður

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f