Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Landsáætlun um riðuveiki liggur enn í samráðsgátt.
Landsáætlun um riðuveiki liggur enn í samráðsgátt.
Fréttir 31. maí 2024

Umsagnarfrestur framlengdur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Umsóknarfrestur um drög að nýrri landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu hefur verið framlengdur til 4. júní.

Upphaflega var gert ráð fyrir að opið yrði fyrir umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda frá 8. maí til 20. maí.

Annir í sauðburði

Í umsögn Ástu Fannar Flosadóttur frá 13. maí, en hún situr í stjórn búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, var gerð athugasemd við umsagnarfrestinn.

Þar telur hún harðsótt fyrir nokkurn sauðfjárbónda að lesa áætlunina yfir þessa daga, hvað þá að skrifa umsögn, vegna anna þeirra í sauðburði.

Ræktun á riðuþolnum kindum

Eins og áður hefur verið greint frá hér í blaðinu gengur landsáætlunin út á að riðuveiki í sauðfé verði útrýmt innan 20 ára.

Horfið er frá því markmiði að útrýma riðusmitefninu sjálfu en megináhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun á riðuþolnum kindum með verndandi og mögulega verndandi arfgerðum.

Í áætluninni er stefnt að því að litlar líkur verði á að upp komi riðuveiki í sauðfjárhjörð á Íslandi frá árinu 2028 og að Ísland hafi hlotið viðurkenningu Evrópusambandsins árið 2032 um að hverfandi líkur séu á að hér komi upp riðuveiki.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...