Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Umræðuskjal um íslenska landbúnaðarstefnu
Skoðun 12. maí 2021

Umræðuskjal um íslenska landbúnaðarstefnu

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Landbúnaðarráðherra boðaði til streymis­fundar í síðustu viku um umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Ég hvet bændur til að kynna sér þau áhersluatriði sem þar koma fram. Í skjalinu er að finna fjölmörg atriði sem gefa bændum tækifæri til að efla framleiðslu á afurðum tengdum landbúnaði. Einnig hefur ráðherra tilkynnt um fundaröð um landið til að kynna drögin og vil ég einnig hvetja bændur til að fjölmenna á þá fundi því á slíkum fundum skapast tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri.

Umræðuskjalið er komið inn á samráðsgátt Stjórnarráðsins og hvetjum við bændur til þess að skila inn athugasemdum en jafnframt munu samtökin taka saman athugasemdir um þau atriði sem þau verða áskynja um og sem betur megi fara. Það er löngu tímabært að sett verði fram stefna um landbúnað til lengri tíma. Ég vil fagna framkomnu umræðuskjali en auðvitað er margt þarna inni sem á eftir að útfæra, en nýtum tækifærin sem eru til staðar, því eins og fram kemur þá er íslenskur landbúnaður lykilstoð í okkar samfélagi.

Starfsmenn

Ég vil hvetja atvinnurekendur í landbúnaði til þess að huga að starfsmönnum sínum á þessum fordæmalausum tímum. Það eru margir starfsmenn af erlendu bergi brotnir sem starfa í landbúnaði og því er mikilvægt að vinnuveitendur tryggi að starfsmenn skrái sig á heilsugæslustöð svo heilbrigðisyfirvöld komi skilaboðum til þeirra um mætingu í bólusetningu. Það er okkur öllum mikilvægt að ná til allra í bólusetningarferlinu og atvinnurekendur sinni skyldu sinni um að upplýsa sína starfsmenn um fyrirkomulagið hér á Íslandi. Allar upplýsingar um bólusetningar og málefni því tengt er að finna á covid.is og þar má einnig finna leiðbeiningarnar á fjölmörgum tungumálum.

Búnaðarþing

Fyrirhugað er aukabúnaðarþing þann 10. júní næstkomandi þar sem stefnt verður að samþykkt á nýjum samþykktum Bændasamtakanna á grundvelli samþykktar Búnaðarþings frá 23. mars síðastliðnum. Búnaðarþingið verður haldið á fjarfundarformi og einungis eitt mál á dagskrá, sem er staðfesting á nýjum samþykktum ásamt samþykktum um uppstillingarnefnd og kosningu tveggja fulltrúa til viðbótar inn í stjórn Bændasamtakanna. Einnig verða fyrstu drög að stefnumörkun fyrir Bændasamtökin kynnt

Fjölmörg aðildarfélög hafa þegar haldið sína aðalfundi og samþykkt nýtt fyrirkomulag. Það er von mín að frá og með 1. júlí næstkomandi munum við starfa eftir nýjum samþykktum og fyrirkomulagi. Mikill undirbúningur hefur farið fram hér á skrifstofu samtakanna um að innleiða nýtt skipurit og verður það áskorun að takast á við það og ná fram þeim slagkrafti sem felst í nýju fyrirkomulagi bændum til heilla.

Merking matvæla

Hafinn er undirbúningur að búvörumerki fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Það er unnið á grundvelli sambærilegra merkja sem er við lýði í Skandinavíu. Nauðsynlegt er að undirbúningur að innleiðingunni verði í góðu samtali við framleiðendur og afurðastöðvar í greininni svo og verslunina og neytendur. Nauðsynlegt er að merkið standi undir merki um íslenskar afurðir og verði öllum til hagsbóta til að upplýsa um afurðir sem framleiddar eru hér og unnar hvort sem er í verslunum, veitingastöðum og mötuneytum. Þetta er eitt af mikilvægustu atriðum er lýtur að markaðssetningu á afurðum sem framleiddar eru með hreinu vatni í heilnæmu umhverfi og án sýklalyfja.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...