Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Subaru Forester e-Boxer.
Subaru Forester e-Boxer.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 17. mars 2020

Umhverfisvænn 4x4 Subaru, hlaðinn nýjungum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is
Á þeim tíu árum sem ég hef skrifað um bíla hér í Bændablaðið hef ég verið duglegur að prófa nýja Subaru bíla þegar þeir hafa verið í boði, alltaf hefur mér líkað vel við þessa boxer-bíla fyrir utan hvað mér hefur fundist þeir eyða of miklu eldsneyti í samanburði við svipaða bíla, en nú er kominn nýr Subaru með rafmagnsaðstoð sem breytir eyðslunni.
 
Greinilega minni eyðsla en á fyrri árgerðunum
 
Um síðastliðna helgi ók ég rétt um 100 km prufuakstur á Subaru Forester e-boxer. Vélin er hybrid (bæði bensín og rafmagn), skilar 150 hestöflum, sjálfskiptur með 7 þrepa skiptingu og er uppgefin eyðsla 8,1 lítri á hundraðið miðað við blandaðan akstur. Fyrstu 40 km ók ég hefðbundinn innanbæjarakstur og samkvæmt aksturstölvunni var ég að eyða 9,6 lítrum á hundraðið, næstu 40 km voru á hálum þjóðvegi sem af og til var svolítill snjór á og var ökuhraðinn á bilinu 70-90 og niðurstaðan úr langkeyrslunni var 7,1 lítri á hundraðið (lítri til tveim lítrum minna en fyrri Subaru sem ég hef prófað). Eins og alla bíla sem ég prófa þá hávaðamældi ég inni í bílnum á sama stað og mældist hljóðið inni í bílnum ekki nema 69db. á 90 km hraða.
 
Sé settur hér krókur er vert að geta þess að bíllinn má draga 1870 kg kerru með bremsubúnaði.
 
Subaru öryggi og þægindi
 
Bíllinn er hlaðinn af margvíslegum aukabúnaði, brekkuaðstoð, hiti í stýri, akreinalesari, blindhornsvari sem lætur líka vita vel tímanlega ef bíll er að taka fram úr vinstra megin, neyðar-bremsuaðstoð (lætur vita með hljóðmerki ef bíllinn fyrir framan hægir óeðlilega mikið á sér). Einnig er í honum nýjung sem ég hef ekki skynjað fyrr í bíl sem ég hef prófað, en uppi á Mosfellsheiðinni ók við hliðina á mér maður á vélsleða um tíma og var ég eitthvað of mikið að horfa á hann, þetta líkaði bílnum ekki og pípti á mig og í mælaborðinu var skipun á ensku sem sagði mér að horfa á veginn. 
 
Flestir hafa keyrt bíl með bakk­myndavél, en til viðbótar við hana er önnur myndavél sem er í efri skjá sem sýnir niður á hægra framhjólið þegar bakkað er (er í nokkrum tegundum vörubíla), þennan búnað hef ég ekki séð áður í svona litlum bíl og er afar þægilegur þegar aðstæður eru þröngar. Þegar keyrt er í myrkri með háuljósin skipta þau sjálfkrafa niður á láguljósin sé bíll að koma á móti og þegar honum hefur verið mætt skiptir bíllinn sjálfur á háuljósin aftur.
 
Stillanlegt drif eykur akstursgetuna
 
Hægt er að stilla drifið á X-mode eða SI-drive. X-mode er fyrir erfiðar aðstæður s.s. snjó, drullu eða grýtt og laust yfirborð (hægt að fara í býsna miklar torfærur á bílnum þar sem hæð undir lægsta punkt er 22 cm), en SI-drive er fyrir almennan akstur og sparakstur. Í aðstæðum þar sem yfirborð vega er mishált kemur samhverfa drifið í Subaru sér vel því það dreifir afli á milli hjóla eftir gripi þannig að bíllinn hefur alltaf hámarks grip á hjólin, en stöðugleikinn er enn betri í Subaru bílum vegna boxervélarinnar sem gerir þyngdarpunktinn neðar. Fjöðrun er mjög góð og til samanburðar við flesta aðra bíla sem ég hef prófað þá höggva Subaru bílar einna minnst í smáholum.
 
Varadekkinu var fórnað fyrir rafhlöðuna.
 
Aldrei sáttur að keyra um varadekkslaus
 
Með mótorinn fram í og rafhlöðuna aftur í er bíllinn sérstaklega stöðugur og þægilegur í akstri, en það er svolítið mikið óþægilegt að vita af því að ekkert varadekk sé í bílnum. 
 
Vegna rafhlöðunnar er vara­dekkinu fórnað, eitthvað sem er ekki ásættanlegt í vegakerfi sem við búum við, sérstaklega á tímabilinu frá janúar fram í apríl þegar allt er í holum sem höggva bæði dekk og felgur. 
 
Fyrir utan þetta eina atriði finnst mér bíllinn frábær og ekki skemmir verðið sem er afar hagstætt eða frá 6.890.000 Premium og upp í LUX+ sem er á 7.490.000. Hægt væri að bæta við miklum texta um þennan bíl, en fyrir áhugasama vil ég benda á Sigurð, sölumann Subaru, hann veit þetta allt miklu betur en ég, eða á vefsíðuna www.bl.is.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 1.641 kg
Hæð 1.730 mm
Breidd 1.815 mm
Lengd 4.625 mm
 

 

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...