Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Föngulegur hópur nemenda í blómaskreytingum.
Föngulegur hópur nemenda í blómaskreytingum.
Mynd / Garðyrkjuskólinn á Reykjum
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á dögunum.

Heidi Mikkonen blómahönnuður.

Sænski blómaskreytirinn og blómahönnuðurinn Heidi Mikkonen kom til Íslands dagana 8.–13 apríl sl. og var með tvö námskeið á Reykjum. Annað þeirra var ætlað nemendum blómaskreytingabrautar Garðyrkjuskólans og hitt fyrir fagfólk í blómaskreytingum.

Heidi vinnur mikið með efni úr náttúrunni og nærumhverfi og leggur áherslu á að skreytingar séu umhverfisvænar og með lágt kolefnisspor. Þær Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, námsbrautarstjóri blómaskreytingabrautar og Valgerður Jóndís Guðjónsdóttir blómaskreytingakennari, af kunnugum kallaðar Blómdís og Jóndís, voru Heidi til aðstoðar.

„Heidi var sérlega ánægð með það úrval sem íslenskir blómabændur rækta í gróðurhúsum sínum og ekki spillti gleðinni hjá henni þegar blómabændurnir Axel Sæland og Heiða Pálrún Leifsdóttir á Espiflöt litu inn til að forvitnast um það hvernig verið væri að vinna með blómin sem þau framleiða.

Þátttakendur á námskeiðunum nýttu sér útisvæði Garðyrkjuskólans í efnisöflun og nálguðust þar greinar og sinu sem fengu ný hlutverk í blómaskreytingunum. Að auki nýttist vel efniviður úr Bananahúsinu og voru visin laufblöð einna vinsælust í skreytingarnar. Það er mikil innspýting fyrir blómaskreytingafagið að fá erlenda kennara til landsins með ferska strauma og hugmyndir sem kveikja á ímyndunaraflinu og efla og styrkja fagið“, segir í tilkynningu sem barst frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum.

Gullfallegur afrakstur námskeiða í blómaskreytingum.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...