Fréttir / Umhverfismál og landbúnaður

Ég læri fyrir þig og þú lærir fyrir mig

Það var ánægjuleg lesning um Erlu Björgu Ástvaldsdóttur á Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði sem kosin var manneskja ársins 2017 af lesendum Bæjarins besta á Ísafirði.

Mjölrætur í vanda

Fyrir skömmu kom út nýjasta útgáfa af IUCN Red List sem er listi yfir dýr og plöntur í útrýmingarhættu. Í listanum að þessu sinni er að finna lista yfir 41 tegund planta sem tilheyra ættkvíslinni Dioscorea sem stundum eru kallaðar mjölrætur á íslensku. Þekktasta tegundin innan ættkvíslarinnar er líklega yam-rótin.

Hyggst kolefnisjafna IKEA innan tíu ára

Þórarinn Ævarsson, framkvæmda­stjóri IKEA á Íslandi, segir að fyrirtækið reyni að vera sér sjálfbjarga með flesta hluti, meira að segja með snjómoksturinn á bílastæðunum. Stefnir hann m.a. á sjálfbærni í raforkumálum og kolefnisjöfnun á næstu árum.

Hnignun landgæða og aukin ásókn í náttúruauðlindir

Vaxandi eftirspurn eftir mat, fóðri, eldsneyti og hrávöru eykur samkeppni um náttúruauðlindir og álag á land. Á sama tíma dregur landhnignun úr afkastagetu landsins og framboði á landi. Drifkraftar landhnignunar eru oftast ytri þættir sem hafa bein og óbein áhrif á heilbrigði lands, framleiðni þess og auðlindir, eins og jarðveg, vatn og líffræðilegan fjölbreytileika.

Leifar af kókaíni, þunglyndis-, verkja- og sýklalyfjum finnast í villtum laxi

Leifar af áttatíu og einni gerð af lyfjum og snyrtivörum hafa greinst í villtum laxi sem veiðist við árósa Puget-svæðis sem er skammt frá Seattle-borg í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Meðal lyfja eru kókaín, þunglyndis-, verkja- og sýklalyf.

Góður frágangur á rúlluplasti lykill að verðmætasköpun

Árlega eru um 2000 tonn af heyrúlluplasti flutt til landsins. Plastrúllur prýða sveitir landsins frá slætti þar til heyið verður að fóðri fyrir búfé en þá þarf að huga að því hvað verður um heyrúlluplastið utan um það.

Umgengnin lýsir íbúunum best

Fullt af fólki sér ekki ruslið í kringum sig og oft er mikill munur á milli hjóna um hvað er drasl og hvað ekki á mörgum bæjum.