Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir í að verða stærri en í Noregi sem er með 5,3 milljónir íbúa
Fréttir 2. nóvember 2018

Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir í að verða stærri en í Noregi sem er með 5,3 milljónir íbúa

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Noregur líkt og Ísland hefur samið um tollfrjálsa kvóta fyrir búvörur í ýmsum viðskipta­samningum. Löndunum tveim svipar um margt hvað varðar rekstrarumhverfi landbúnaðarins og tolla á búvörur. Nú stefnir tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt hins vegar í að verða stærri en til Noregs, sem er 15,5 sinnum fjölmennara ríki.
 
Samkvæmt Norrænu ráðherra­nefndinni  var íbúafjöldi Íslands árið 2017 338.349 manns en Noregs 5.258.317 manns, eða um það bil 15,5 sinnum fleiri en Íslendingar. Það er áhugavert að skoða magn tollfrjálsra kvóta fyrir búvörur í þessu ljósi í gagnkvæmum samningum landanna tveggja við ESB. 
 
Taflan sýnir annars vegar núgildandi tollfrjálsa kvóta inn til Noregs frá ESB og hins vegar til Íslands bæði fyrir gildistöku samningsins frá 2015 og í lok innleiðingar hans. Þarna sést greinilega að ekkert samband er á milli fólksfjölda og stærðar tollkvóta. Tollkvóti ESB til Íslands fyrir alifuglakjöt stefnir jafnvel í að verða stærri en til Noregs, jafnvel þó ekki sé miðað við stærðarmismun þjóðanna.
 
Samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni Agri Analyse, norskrar rannsóknarstofnunar í landbúnaði, lætur nærri að innflutt nautakjöt sé um 16% af heildarneyslu í Noregi (árið 2017). Heildar innflutningskvótar (ESB, WTO og aðrir kvótar) fyrir nautakjöt eru 6.184, þar af 3.700 tonna nýir kvótar fyrir Namibíu og Botswana. 
 
Svínakjötskvótar nema alls um 2.500 tonnum, eða um 2% af heildarneyslu. Samsvarandi er kvóti fyrir alifuglakjöt alls 1.500 tonn, eða um 3% af norska markaðnum. Það er síðan einfalt reikningsdæmi að skoða þessar tölur í samhengi við íbúafjölda. 
 
Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...