Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Með nýjum verklagsreglum er heimilt að flytja lömb með fleiri mögulega verndandi arfgerðir frá ósýktum riðuhólfum.
Með nýjum verklagsreglum er heimilt að flytja lömb með fleiri mögulega verndandi arfgerðir frá ósýktum riðuhólfum.
Mynd / smh
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðu.

Í breytingunum felst að nú má flytja lömb með fleiri mögulega verndandi arfgerðir frá ósýktum riðuhólfum.

Nú er heimilt að flytja lömb yfir varnarlínur inn í riðuhólf með eftirtaldar arfgerðir; verndandi arfgerðina ARR/x (ef x er ekki VRQ) og mögulega verndandi arfgerðirnar: T137/x (ef x er ekki VRQ), AHQ/ AHQ, AHQ/C151 eða C151/C151.

Sömu reglur munu gilda fyrir svæði innan riðuhólfs, þar sem meira en sjö ár eru liðin frá síðasta riðutilfelli.

Óheimill flutningur frá riðuhólfum

Einnig hafa verið gerðar breytingar hvað varðar flutninga frá svæðum innan riðuhólfs þar sem riða hefur greinst á síðustu sjö árum. Þaðan er óheimilt að flytja lömb nema hrúta á sæðingastöðvar að því tilskildu að þeir séu með arfgerðir ARR/x (ef x er ekki VRQ).

Frá riðubæjum er ekki heimilt að flytja lömb fyrstu tvö árin eftir niðurskurð. Eftir það er leyfilegt að flytja ARR/ARR hrúta milli riðubæja í sama hólfi.

Sérstök eyðublöð um sölu og kaup

Vísar Matvælastofnun á Þjónustugátt Matvælastofnunar varðandi umsóknareyðublöð, þar sem finna megi sérstök eyðublöð til að sækja um sölu og kaup á lömbum með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir.

Nánari upplýsingar um hinar nýju verklagsreglur má finna í gegnum vef Matvælastofnunar, undir „Bændur/Sauðfé og geitur“.

Samkvæmt tilkynningu Matvælastofnunar halda almenn umsóknareyðublöð sér lítið breytt fyrir verslun með lömb af líflambasölusvæðum og þau megi einnig finna í Þjónustugáttinni.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...