Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nítrít og nítrat er meðal annars að finna í unnum kjötvörum.
Nítrít og nítrat er meðal annars að finna í unnum kjötvörum.
Mynd / Bbl
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nítríta og nítrata í matvælum er minnkað, en þessi efni gefa bragð, lit og eru til rotvarnar meðal annars í unnum kjötvörum og ostum.

Breytingarnar tóku gildi í Evrópusambandinu í haust sem knýja á um sams konar breytingar hér á landi og í því þurfa innlendir matvælaframleiðendur að bregðast við – og mögulega að breyta uppskriftum sínum, eins og fram kemur í tilkynningu Matvælastofnunar.

Krabbameinsvaldandi efnasambönd

Samkvæmt tilkynningunni er hámarksmagn þessara efna nú minnkað vegna þess að tilvist þeirra í matvælum geti leitt til myndunar nítrósamína efnasambanda sem sum séu krabbameinsvaldandi. Því sé nauðsynlegt að lágmarka hættu á þeirri myndun en þó þurfi að viðhalda vernd gegn vexti skaðlegra örvera.

Að sögn Katrínar Guðjónsdóttur, fagsviðsstjóra hjá Matvælastofnun, er sú breytingin einnig gerð að til viðbótar við hámarksgildi fyrir það magn sem leyfilegt er að nota við framleiðslu, eru einnig sett viðmiðunargildi fyrir leifar efnanna í matvælunum.

Þá séu hámarksgildi nú gefin upp sem nítrít og nítrat jónir, en voru áður gefin upp sem natríumsölt efnanna.

Nítrít ekki leyfilegt í ostagerð

Katrín segir að breytingarnar á hámarksmagni efnanna í matvælum sé mismunandi eftir flokkum vara, eftir því hvort um nítrít eða nítrat sé að ræða og líka mismunandi hve mikið gildin eru lækkuð. Fyrir algengustu flokka kjötvara sé hámarksmagn nítríts lækkað úr 150 mg/kg í 120 mg/kg (80 mg/kg sem nítrítjón).

Fyrir algengustu flokka osta sé nítrat eingöngu leyfilegt, en ekki nítrít, og er lækkað úr 150 í 112,5 mg/kg (75 mg/kg sem nítrítjón).

Leifar út geymslutímann

„Nú er líka verið að bæta við gildum fyrir leifar af efnunum í vörunum út geymslutímann og er þá miðað við allan uppruna efnanna, sem gæti verið annar en bara vegna þeirra efna sem bætt er við. Þau geti verið náttúrulega til staðar í einhverju hráefni,“ heldur Katrín áfram.

„Í flestum tilfellum hafa slík gildi ekki verið til áður. Þetta eru þó ekki eiginleg hámarksgildi þannig að það þarf ekki að banna vöru ef þetta er yfir viðmiðunargildum, en það þarf að rannsaka og skýra málið og reyna að koma í veg fyrir að það fari umfram.“

Mismunandi aðlögunartími

Um leið eru gerðar miklar breytingar á leyfilegu hámarki aðskotaefnanna blý, kvikasilfurs og arsen í matvælum.

Þar hefur leyfilegt hámarksmagn verið 3 mg/kg fyrir arsen, 2 mg/kg fyrir blý og 1 mg/kg fyrir kvikasilfur, en hámarkið fyrir öll efnin fer í 0,1 mg/kg.

Katrín bendir framleiðendum á að kynna sér reglugerðina og mismunandi aðlögunartíma fyrir mismunandi afurðir.

Búast megi við að hann verði svipaður og í Evrópusambandinu, en fyrir kjöt- og fiskafurðir er hann til 9. október 2025 en fyrir osta er hann oft lengri, sá lengsti til október 2027.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...