Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Snotra vex af hnýði og getur orðið 20 til 40 sentímetra há og þær eru fáanlegar í nokkrum litum, bláar, rauðar, hvítar og gular.
Snotra vex af hnýði og getur orðið 20 til 40 sentímetra há og þær eru fáanlegar í nokkrum litum, bláar, rauðar, hvítar og gular.
Á faglegum nótum 31. mars 2022

Umhirða vorlauka

Höfundur: Vilmundur Hansen

Núna er rétti tíminn til að setja vorlaukana í potta og mold. Vorlaukar eru settir niður að vori og blómstra að sumri og fram á haust.

Eftir að vorlaukar eru komnir í pott á að setja pottinn á bjartan stað. Þegar fyrstu blöðin koma í ljós á að flytja pottinn á svalari stað en gæta þess að birta sé nóg. Gott er að gefa áburð þegar vöxturinn er kominn vel af stað og plantan hefur náð vænum 10 sentímetrum.

Útiverutíminn lengdur smám saman

Seinni hluta maí eða í byrjun júní er kominn tími til að herða jurtirnar með því að setja pottinn út á svalir eða tröppur í 2 til 3 klukkutíma á dag. Útiverutíminn er svo lengdur smám saman þar til hætta á næturfrosti er liðinn hjá. Eftir það er óhætt að hafa plönturnar úti allan sólarhringinn.

Vorlaukar, hnýði og forðarætur þurfa bjartan og skjólgóðan stað í garðinum svo að blómin fái notið sín.

Jurtir í pottum er auðvelt að flytja í skjól, gerist þess þörf. Það auðveldar þeim lífið og eykur blómgunina.

Fæstir vorlaukar lifa veturinn af úti en þeir sem vilja rækta þær áfram eiga að láta blöðin sölna að fullu og taka svo pottinn inn fyrir fyrsta frost. Geyma skal pottinn með forðarótinni eða rótina sjálfa á þurrum og svölum stað yfir veturinn.

Næsta vor er forðarótin sett aftur í pott með góðri mold og þegar búið er að vökva vaknar jurtin af dvala sínum.

Auðræktanlegir vorlaukar

Brúska er harðgerð, fjölær jurt sem vex upp af stuttum jarðstöngli. Kemur seint upp og nær 35 til 40 sentímetra hæð. Ræktuð vegna breiðra blaðanna sem eru græn eða blágræn með gulum eða hvítum lit, slétt, bylgjótt eða hrukkótt.

Blómin lítil, ljósbleik og ljósblá, í hangandi klösum á löngum blómstöngli. Þrífst best í hálfskugga, í rökum jarðvegi og þarf mikið vatn en gerir annars litlar kröfur.

Dalíur eru að öllum líkindum vinsælustu jurtir í heimi sem ræktaðar eru sem vorlaukar. Þær eru gullfalleg blóm og til í fjölda afbrigða. Blómlögun og blómlitir eru fjölbreyttir. Upprunalega koma dalíur frá Mexíkó þar sem þær vaxa villtar. Dalíur urðu snemma vinsælar til ræktunar og mikið um kynbætur og blöndun innan tegunda. Hnýðin eru sett í mold í kringum mánaðamótin mars/apríl. Rótarhálsinn á að standa upp úr moldinni og þess þarf að gæta að moldin sé rök en ekki of blaut. Yfirleitt þarf að binda stærri dalíur upp eftir að þær eru settar út.

Liljur eru um metri á hæð og geta þurft stuðning. Ræktunarafbrigði skipta þúsundum og þegar vel tekst til blómstra liljur stórum og litríkum blómum. Dafna best í frjósamri mold með góðu frárennsli, enda rotna laukarnir ef þeir standa í bleytu.

Snotra vex af hnýði og getur orðið 20 til 40 sentímetra há og þær eru fáanlegar í nokkrum litum, bláar, rauðar, hvítar og gular. Gott er að leggja hnýðin í bleyti í 2 til 3 tíma áður en þau eru sett í mold.

Skylt efni: vorlaukar

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f