Umhirða skóga
Á faglegum nótum 27. nóvember 2025

Umhirða skóga

Höfundur: Lárus Heiðarsson, sérfræðingur hjá Landi og skógi.

Þegar gróðursetningu nýskógar lýkur hefst oftast nær annar verkþáttur sem stendur í áratugi. Það er umhirða skógarins. Þar er grisjun einn mikilvægasti þátturinn.

Hvenær á að byrja að grisja, hve mikið og hve oft eru spurningar sem ekki er til einhlítt svar við, heldur stjórnast grisjunin meira af því hver tilgangurinn með ræktuninni er, hver trjátegundin er og að einhverju leyti af þeim iðnaði sem vinnur úr afurðunum. Við grisjun útivistarskóga eru gjarnan skilin eftir tré sem hafa sérstakt útlit eða lögun og þau látin hafa það rými sem þau þurfa til að njóta sín. Í timburframleiðslu eru hins vegar greinalítil, fljót- og beinvaxin tré eftirsóknarverð. Í framleiðslu á eldivið er það heildarviðarframleiðslan sem skiptir máli og þá er skógurinn e.t.v. aldrei grisjaður.

Einn aðaltilgangur grisjunar er að skapa eins verðmætan skóg og mögulegt er. Þetta gerir maður með því að skapa kjöraðstæður fyrir þau tré sem eru af bestu gæðum og hafa mestan vaxtarþrótt. Í sinni einföldustu mynd má segja að grisjun sé umhirða á trjákrónum en beint samband er á milli stærðar trjákrónu og þvermálsvaxtar – stærri trjákróna, meiri vöxtur. Í þéttum skógi þar sem tré hafa misst yfir helming trjákrónunnar vegna þrengsla minnkar vöxtur verulega. Reyndar hefur mikill þéttleiki lítil áhrif á hæðarvöxt en þvermálsvöxtur verður lítill. Ef mjög þéttur skógur er grisjaður of seint getur það tekið mörg ár fyrir hvert tré sem eftir stendur að byggja upp nýja krónu og ná eðlilegum vexti aftur. Grisjun eykur ekki heildarviðarframleiðsluna heldur á hún að stuðla að eins hagkvæmri viðarframleiðslu yfir alla vaxtarlotuna og mögulegt er.

Eftirfarandi kröfur ber að gera til markvissrar grisjunaráætlunar í timburframleiðslu: 

  • Að leggja rækt við þá trjátegund, eða tegundir ef um blendingsskóg er að ræða, sem hafa beinastan vöxt og þrífast best á viðkomandi stað.
  • Að auka viðnámsþrótt trjánna gegn vind- og snjóskemmdum. Við grisjun standa eftir færri en sterkbyggðari tré.
  • Stuðla að heilbrigði skógarins. Í þéttum, ógrisjuðum skógi þar sem er hátt hlutfall af dauðum viði, geta skapast kjöraðstæður fyrir sjúkdóma. Þessi hætta minnkar við grisjun.
Trjásnyrting (gæðastjórnun í skógrækt)

Hægt er að auka viðargæði með því að fjarlægja neðstu greinarnar af trjám, því kvistir minnka styrkleika viðarins og að klippa af aukatoppa svo upp vaxi einn stofn. Efnismesti hluti trésins er neðsti hluti stofnsins og af þeim sökum er hann einnig verðmætasti hluti þess.

Auðveldast er að byrja greinahreinsun sem fyrst. Við greinahreinsun eru bæði dauðar og lifandi greinar teknar af. Misjafnt er eftir trjátegundum hve stóran hluta trjákrónunnar þarf að skilja eftir svo að ekki dragi úr vexti trjánna. Þumalputtaregla er að fyrir furu, lerki, birki, ösp og aðrar ljóselskar tegundir þarf helmingur af lengd trésins að hafa græna krónu. Fyrir grenitegundir þurfa 2/3 hlutar trésins að hafa græna krónu.

Greinarnar eru sagaðar (eða klipptar) af fast upp við trjástofninn en þó án þess að særa börkinn á trénu. Þægilegast er að nota handhæga sög eða klippur við greinahreinsunina á neðsta hluta trésins. Tímasetning greinahreinsunar ætti að vera seinni hluti vetrar og fram á mitt sumar til að minnka hættuna á að sjúkdómar komist í sárið.

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...