Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og fulltrúi í atvinnuveganefnd Alþingis.
Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og fulltrúi í atvinnuveganefnd Alþingis.
Fréttir 11. desember 2019

Umfangsmiklar breytingar gerðar á tollafrumvarpinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og fulltrúi í atvinnuveganefnd Alþingis, segir í pistli á Facebook að fyrir atvinnuveganefnd hafi legið frumvarp sjávar- og landbúnaðarráðherra um breytingu á búvöru- og tollalögum. Umfangsmiklar breytingar voru gerðar á frumvarpinu áður en það varð að lögum.

Í frumvarpinu voru gerðar umfangsmiklar breytingar og horfið frá núverandi fyrirkomulagi við úthlutun tollkvóta og verði þá horft til svokallaðra hollenskra útboða. Lagt var til að ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara yrði lög niður samhliða þeim breytingum sem verða á úthlutun tólkvóta. Þetta byggist á niðurstöðu starfshóps sem ráðherra skipaði um endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi.

Lagt til að binda magntölur í lög

Auk þess var lagt upp með að binda í lögin auka tollkvóta á svínasíðum um 400 tonn árlega og binda úthlutunartímabil tollkvóta fyrir árstíðarbundnar vörur fast árlega. Með því yrði tollverndin bundin í tímabil og verða því sumar vörur allt árið á opnum tollum en aðrar og þá, til að mynda nokkrar tegundir eins og kartöflur og gulrófur, fengju aðeins fulla tollvernd hluta út ári. Bændur lögðust gegn þessum tillögum.

„Ég var skipuð framsögumaður málsins. Þingflokkur Framsóknarflokksins lagði miklar áherslur á að breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu og hlustað yrði á þær óánægðuraddir sem risu upp í kjölfar flutningi málsins. Hef ég lagt mig fram að vinna að þeim breytingum, með góðri hjálp frá Þórarni Inga Péturssyni og náð því sem við getum verið sátt við að fylgja eftir en auðvitað er mörgum spurningum enn ósvarað.“


Gengið að öllum kröfum garðyrkjunnar

Í færslu Höllu Signýjar segir að frumvarpið hafi tekið ýmsum breytingum. Þar má nefna að tillaga um aukinn magntoll á um 400 tonnum á svínasíðum er tekinn út og við breytingarnar fá kartöflur og gulrófur fulla tollvernd allt árið og sett var inn tollvernd á til dæmis spergilkáli, hvítkáli, blómkáli og steinselju. Í breytingum var gengið að öllum kröfum garðyrkjubænda varðandi tollverndartímabil og jafnvel aukið við þau auk þess sem ákveðið var að endurskoða tímabilin og magntölur.

Samkvæmt frumvarpinu skal ráðherra á tveggja ára fresti endurmeta þær vörur og tímabil sem tollverndin á við og við endurmatið skal meðal annars litið til þróunar á innlendri framleiðslu og innanlandsneyslu.

Þróun tollverndar

Í pistli Höllu Signýjar segir að í frumvarpinu séu gerðar umfangsmiklar breytingar og horfið frá núverandi fyrirkomulagi við úthlutun tollkvóta. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að fylgst verði náið með áhrifum breytinganna á tollvernd sem ætlað er að vernda innlenda framleiðslu og jafna aðstöðumun innlendra framleiðenda gagnvart erlendum framleiðendum. Nefndin leggur því til að ráðherra skipi starfshóp sem falið verið að fylgjast með þróun tollverndar vegna framangreindra breytinga. Starfshópurinn skili af sér skýrslu í ársbyrjun 2022.

Nefndin beinir því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að koma á fót samráðsvettvangi stjórnvalda og fulltrúum innflytjenda, framleiðenda, verslunar og neytenda í því skyni að unnt verði að bregðast fyrr við til dæmis ef útlit er á að skortur verði á tilteknum vörum.
 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...