Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Umbreyting matvælakerfa
Utan úr heimi 19. júní 2023

Umbreyting matvælakerfa

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

ESB hleypti nýverið af stokkunum áætluninni Snjöll matvæli (Cleverfood) sem er ætlað að umbreyta evrópskum matvælakerfum til hagsbóta fyrir loftslag, sjálfbærni, líffræðilega fjölbreytni og lýðheilsu.

Markmiðið með þessu yfirgripsmikla verkefni er að vekja Evrópubúa innan ESB, unga sem aldna í öllum þjóðfélagshópum, til aukinnar neytendavitundar og fá þá til að beita sér í ríkara mæli á þeim vettvangi, stórauka samlegðaráhrif og samvinnu innan ríkja ESB í öllu er lýtur að matvælum og efla lagasetningu og hagsmunagæslu hvað þetta varðar. Kaupmannahafnarháskóli leiðir Snjöll matvæli og er kostnaðaráætlun við áætlunina um 8,1 milljón evra, eða ríflega 1.200 milljónir íslenskra króna.

Til að umbreyting náist er talið nauðsynlegt að breyta bæði löggjöf og meðvitund neytenda gagnvart hollum og sjálfbærum matvælum, sérstaklega úr jurtaríkinu, auk þess að efla samvinnu á m.a. matvælamarkaði og í matvælarannsóknum. Áætlað er að koma upp nýsköpunarhröðlum í tækni og samfélagi. Eiga þeir að ryðja úr vegi ýmsum hindrunum sem standi þeim sem koma að matvælakerfum Evrópu fyrir þrifum og hindri mögulega meðal annars bændur og frumkvöðla í matvælaframleiðslu í að tileinka sér nýja tækni og starfshætti. Kallað verður eftir samvinnu ríkisstofnana, háskóla, atvinnugreina, samtaka og hagsmunahópa innan ESB-ríkjanna. Verkefnið tengist matvælastefnu ESB til ársins 2030 og fleiri stefnumarkandi aðgerðaáætlunum.

Matvælakerfi Evrópu eru talin valda allt að þriðjungi losunar gróðurhúsalofttegunda í álfunni og brýnt að snúa þeirri þróun við. „Núverandi- og framtíðarkreppur, þar á meðal loftslagskreppa, matarkreppa, kreppa líffræðilegs fjölbreytileika og heilsukreppa, eru órjúfanlega tengdar því hvernig við framleiðum matvæli,“ segir Christian Bugge Henriksen, dósent við plöntu- og umhverfisvísindadeild Kaupmanna- hafnarháskóla í frétt á vef háskólans. „Þannig er kominn tími til að gera róttækar breytingar, þar sem öll ESB- ríki gera samstillt átak til að umbreyta matvælakerfi okkar með því að gera það sanngjarnara, sjálfbærara, hringlaga og plöntumiðað,“ segir Christian. Hann mun næstu fjögur árin stýra Cleverfood ásamt teymi úr loftslags- og fæðuöryggishóp við plöntu- og umhverfisvísindadeild háskólans.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...