Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Færeyskt skerpikjöt.
Færeyskt skerpikjöt.
Mynd / Skjáskot
Utan úr heimi 24. janúar 2024

Um skerpikjöt

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fyrsta vísindagrein sem birt er um færeyskt vindþurrkað skerpikjöt fjallar um tegundafjölbreytileika baktería og sveppa í kjötinu.

Í alþjóðlega vísindatímaritinu International Journal of Food Microbiology birtist ekki alls fyrir löngu greinumskerpikjöteftirEyðfinn Magnussen og Svein-Ole Mikalsen, vísindamenn við náttúruvísindadeild Fróðskaparsetursins í Færeyjum.

Greinin ber nafnið „Bacterial species diversity of traditionally ripened sheep legs from the Faroe Islands (skerpikjøt)“. Er fjallað um bakteríu- og sveppaflóru skerpikjötsins en hún fer mjög eftir því t.d. hversu hlýtt er í veðri þegar kjötið er hengt í hjall og á meðan þurrkun stendur, hvort sem er inni í kjötbitunum eða utan á þeim. Þetta skiptir verulegu máli fyrir bragðgæði kjötsins þegar ákjósanlegri þurrkun er náð. Bragðið verði betra sé skerpikjötið sett í hjall í hlýju veðri og hafi þá bakteríur og sveppir ákjósanlegri skilyrði til að dafna.

Rannsakað var kjöt úr Kollafirði, Oyndafirði og úr Höfn. Vakti athygli vísindamannanna hversu mismunandi bakteríu- og sveppaflóran var í kjöti eftir stöðum. Mætti jafnvel nýta þær upplýsingar til vöruþróunar.

Margt er enn óljóst varðandi þann mismun sem verður á bragðgæðum skerpikjöts eftir stöðum og aðstæðum og einnig er ekki að fullu ljóst hversu mikil örverubreyting verður í kjötinu á leiðinni frá hjalli í frysti og þaðan á borð rannsóknafólks. Kallar þetta á ítarlegri rannsóknir skerpikjötsins.

Að rannsókninni kom einnig vísindafólk frá Kaupmannahafnarháskóla sem einblínir á matvælaöryggi og frá Vrieje-háskóla í Brussel sem sérhæfir sig í örverugreiningu og líftækni matvæla.

Skylt efni: skerpikjöt

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...