Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
GreenFeed metanmælingar í bás í Hvanneyrarfjósinu.
GreenFeed metanmælingar í bás í Hvanneyrarfjósinu.
Mynd / Egill Gunnarsson
Á faglegum nótum 5. desember 2022

Um metanlosun frá mjólkurkúm

Höfundur: Baldur Örn Samúelsson og Ditte Clausen fóðurfræðingar hjá RML

Umhverfisáhrif landbúnaðar, svo sem kolefnis- og metanlosun, eru meðal heitari umræðuefna í dag. Bændur eru sífellt minntir á hve nautgripir þeirra eru að menga mikið.

Mjólkurkýr losar að meðaltali um 100 kg af metani á ári, en eitt kg af metani samsvarar um 28 kg af CO2. Í alþjóðasáttmála um minnkun metanlosunar (Global methane pledge) er stefnt á minnkun losunar um 30% frá 2020 til 2030. Metanlosun frá nautgripum hefur verið rannsökuð töluvert síðasta áratuginn og eru þær rannsóknir enn að aukast.

Áhrif á metanlosun

Kúakyn og fóður hafa áhrif á metanframleiðslu kúa. Hlutfall gróffóðurs og kjarnfóðurs í fóðri virðist hafa mikil áhrif á metanframleiðslu, hærra hlutfall gróffóðurs eykur framleiðslu metans og virðist þar trénisinnihaldið vera lykilþáttur. Of hátt hlutfall kjarnfóðurs er hins vegar óheppilegt þar sem vömb kúnna ræður illa við það. Hægt er að hafa einhver áhrif á metanlosunina með því að slá fyrr, en kýr sem fá snemmslegið hey losa aðeins minna metan en kýr sem fá meira sprottið hey og þar er trénið aðal áhrifaþátturinn.

Bætiefni til að minnka losun

Í sumar kom fyrsta viðurkennda bætiefnið sem minnkar losun metans á markað undir nafninu Bovaer. Þetta efni var meðal annars rannsakað í Danmörku, þá undir nafninu 3-NOP. Þegar kýrnar fengu 60 mg af Bovaer á dag losuðu kýrnar 30-38% minna metan á sólarhring án þess að það kæmi niður á áti eða nyt. Bovaer er á duftformi og hentar því best í heilfóður. Enn sem komið er hefur ekki tekist að koma því á kögglað form líkt og kjarnfóðri þar sem hitameðhöndlun virðist skemma virka efnið. Takist að koma því í kjarnfóður er annað vandamál sem þarf að takast á við því kýrnar fá venjulega mismunandi magn af kjarnfóðri. Tryggja þarf að kýrnar fái réttan skammt til að efnið hafi jákvæð áhrif og ef gefinn er of stór skammtur getur það haft neikvæð áhrif á þurrefnisát og nyt. Til eru önnur efni sem geta minnkað metanlosun, svo sem fita og nítrat, en þó ekki eins mikið og Bovaer.

Áætlun losunar

Norfor hefur brugðist við með því að bæta við umhverfisþáttum til að nýta við útreikninga á fóðuráætlunum. Er þá hægt að sjá áætlaða metanlosun á dag miðað við tiltekna fóðursamsetningu. Reiknilíkanið byggir á þurrefnisáti, fitusýrum og tréni í fóðri. Með aukinni áherslu á umhverfismál hefur RML byrjað í haust að senda frá sér fóðuráætlanir með reiknaðri metanlosun uppgefið sem g/dag og g/kg mjólkur. Þetta gerir bændum kleift að rýna í mismunandi losun við mismunandi kjarnfóðurgjöf.

Hvað er að gerast á Íslandi?

Kúakyn virðast hafa áhrif á metanframleiðslu og losun. Í vor var settur upp svokallaður GreenFeed metanmælingarbás í Hvanneyrarfjósinu. Hann virkar eins og kjarnfóðurbás og mælir hann metan á meðan kýrnar éta kjarnfóðrið. Nú er básinn að safna gögnum til að meta megi hver meðallosun sé frá íslensku kúnni. Þegar það liggur fyrir verður hægt að skoða hvort erlend reiknilíkön fyrir metanlosun passi okkar gripum. Það verður áhugavert að fylgjast með framtíðarniðurstöðunum um metanlosun því hlutirnir gerast hratt á þessum vettvangi.

Hvað er hægt að gera meira?

Meðal annars í Danmörku eru þessi mál komin skrefinu lengra og þar er líka farið að reikna heildar kolefnislosun gripa. Er þá hægt að setja inn áburðarnotkun og uppskeru og tengja við heysýnaniðurstöðurnar í Norfor og kjarnfóðursalar geta sett inn kolefnissporið á kjarnfóðri. Til að slíkir útreikningar verði marktækir er mikilvægt að fóðursalar noti þennan möguleika, annars reiknast kolefnislosunin eingöngu á grundvelli gróffóðursins, sem er aðeins hálf sagan.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...