Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, hefur farið fyrir hópi norðlenskra bænda sem vilja tilboð í rafmagn.
Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, hefur farið fyrir hópi norðlenskra bænda sem vilja tilboð í rafmagn.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 1. ágúst 2018

Um 70 bændur óska eftir tilboði í rafmagn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það stefnir allt í að við munum óska eftir tilboðum í nálægt 6 gígavattsstundir sem er það magn raforku sem keypt er í dag hjá þeim tæplega 70 bændum sem hafa óskað eftir að vera með í að láta bjóða í kaup á rafmagni,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

Á aðalfundi sambandsins í vor var samþykkt tillaga um að kannað yrði hvort hægt væri að ná hagstæðari kaupum á rafmagni með því að láta bjóða í. „Það er þannig með rafmagnið, að gæðin eru eins sama af hverjum keypt er,“ segir Sigurgeir.

Til hagsbóta fyrir félagsmenn

Hann segir alla söluaðila rafmagns hafa möguleika á að selja hvar sem er í dreifbýli, en RARIK sér um dreifinguna hver svo sem selur rafmagnið. „Ef vel tekst til er aldrei að vita nema það verði kannað með útboð á fleiri þáttum rekstar,“ segir hann er iðulega fari menn yfir stöðuna og kanni hvað hægt sé að gera til hagsbóta fyrir félagsmenn.

Sigurgeir er nú að senda út bréf til þeirra fyrirtækja sem geta selt rafmagn í Eyjafirði og verður þeim boðið að bjóða í viðskiptin þannig að of snemmt er að segja fyrir um hvað út úr þreifingunum kemur.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...