Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Um 220 LED-ljós hafa verið tekin í notkun á stöðinni.
Um 220 LED-ljós hafa verið tekin í notkun á stöðinni.
Mynd / Aðsend
Fréttir 20. nóvember 2025

Um 5–6 milljóna króna sparnaður með nýjum LED-ljósum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í sumar úthlutaði Loftslags- og orkusjóður rúmlega 118 milljónum króna í styrki til 10 verkefna í þeim tilgangi að draga úr orkunotkun í íslenskum gróðurhúsum.

Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands, hefur sett upp 220 LED-ljós sem hann áætlar að spari 5─6 milljónir í raforkukostnaði árlega.

Axel er blómabóndi á Espiflöt og segir að eftir rúmlega mánaðar reynslu af notkun LED-ljósanna sé ljóst að þau virki mjög vel – með gömlu HPS-ljósunum. „Við ákváðum að fara svo kallaða hybrid-leið, það er að taka niður annað hvert HPS-ljós í 2.600 fermetra rými og setja LED-ljós í staðinn. Margir garðyrkjubændur á Norðurlöndunum, sem og annars staðar í Evrópu, hafa byrjað á þessari leið. Þannig að helmingurinn af ljósunum á því svæði er kominn í LED og helmingurinn er enn þá í HPS. Með þessu erum við að taka stór skref í átt að LED en með tiltölulega lítilli áhættu, þar sem við erum enn með stóran hluta í HPS-ljósunum sem við þekkjum mjög vel.“

Hagkvæmara að hita með vatni

„Það voru nokkur atriði sem búið var að vara okkur við með að gætu gerst og við höfum fylgst sérstaklega með,“ heldur Axel áfram.

„Til dæmis að rakastig verði of hátt í húsunum, en það hefur ekki gerst enn þá, sem ég held að sé vegna þess að við erum með helming af lýsingunni í HPS-ljósum. Plönturnar þurfi minna af vatni þar sem minni uppgufun er frá plöntunum. Þetta sjáum við og erum búin að bregðast við. Einnig erum við búin að hækka viðmiðunarhitann í húsunum til að bregðast við því að minni hiti kemur frá ljósunum. Sem verður til þess að við erum að nota töluvert meira af heitu vatni til upphitunar. En það er kostnaður sem við viljum sjá því það kostar okkur miklu minna að hita húsin upp með heitu vatni en raforku. Það er ekki annað að sjá en að plönturnar séu að elska þetta.“

Sparnaður í flutningskostnaði og raforkunotkun

Axel metur stöðuna þannig að breytingin spari 100 kílóvött í uppsettu afli. „Við vorum fyrir með 1.114 kílóvött og ættum að fara niður í 1.014 kílóvött. Þetta skiptir miklu máli þar sem stór kostnaður við að koma raforkunni til okkar er mældur í afltoppum. Þannig að því lægra uppsett afl því lægri kostnaður. Svo kemur sparnaðurinn af því að LEDljósin nota minna af raforku. Við erum að lýsa í kringum 5.000 klukkustundir á ári. Í einföldu reiknidæmi sést að 5.000 klukkustundir sinnum 100 kílóvött eru 500.000 kílóvattsstundir á ári. Þetta er stóra dæmið, við erum að greiða 10 krónur á kílóvattsstundina, þar sem innifalið er orka og dreifing, og því ættum við að ná fram fimm milljóna króna hagræðingu. En við teljum að með aukinni þekkingu og reynslu ættum við að ná fram enn meiri sparnaði með því að nota HPS-ljósin minna á vorin, sumrin og haustin.

Ég tel að garðyrkjan eigi að nýta sér þetta frábæra tækifæri sem er komið, þ.e. að sækja um styrk til orkusparandi aðgerða í gegnum Orkusjóð hjá umhverfis-, orkuog loftslagsráðuneytinu. Þarna er möguleiki á að fá allt að 40% fjármögnun upp að 15 milljónum. Miðað við þróun á raforkuverði síðustu ára og þeirri miklu eftirspurn sem ríkir hér á landi þá er mjög mikilvægt að ylræktin bregðist við og leiti leiða til að minnka þennan mjög svo stóra kostnaðarlið. Einnig er gott að hafa í huga að HPS-ljósin eru hætt í þróun þar sem þau innihalda örmagn af kvikasilfri. Það er stefna ESB að banna allan ljósabúnað sem inniheldur kvikasilfur sem eykur enn á þörfina fyrir því að ylræktin taki þetta mikilvæga skref.“

Axel segir að stilla þurfi LEDljósin í samræmi við hvað verið sé að rækta. Hjá honum var valið að hafa 80% rautt, 10% blátt, 5% grænt og 5% hvítt. Svo bætist 10% fjarrautt ofan á sem aukarás. Ákvörðunin um þessi tæknilegu atriði hafi verið tekin eftir samráð við ráðunauta sem fylgjast með rannsóknum á þessu sviði.

„LED-ljósin eru vissulega dýr en með þessum fjárfestingarstuðningi eigum við að ná þeim fjármunum hratt til baka með minni raforkunotkun,“ segir Axel.

Viðbótar 100 milljónir í stuðning

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra gerði breytingu á reglugerð um Loftslagsog orkusjóð í vor og fól sjóðnum að veita garðyrkjubændum sérstakan fjárfestingarstuðning í þágu bættrar orkunýtni og orkusparnaðar. Espiflöt notaði þá úthlutun til fjárfestinga í nýja ljósabúnaðinum, sem dugði fyrir 40% af fjármögnuninni.

Í vikunni tilkynnti Jóhann Páll Jóhannsson svo um að í ljósi góðs árangurs af þeirri úthlutun hafi hann ákveðið að ráðstafa aukalega 100 milljónum króna í verkefnið. Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun er til 15. desember 2025.

Skylt efni: LED ljós

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...