Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Börn stilla sér upp hjá Hreppamjólk í Gunnbjarnarholti.
Börn stilla sér upp hjá Hreppamjólk í Gunnbjarnarholti.
Líf og starf 2. september 2024

Um 4.500 gestir sóttu bændur heim

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Síðasta sumar fagnaði félagið Beint frá býli 15 ára afmæli. Haldið var upp á tímamótin með Beint frá býli-deginum og var leikurinn endurtekinn 18. ágúst síðastliðinn þar sem um 4.500 manns komu í heimsóknir til bænda.

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beint frá býli, segir að dagurinn hafi verið einstaklega vel heppnaður og sannarlega stimplað sig inn sem árlegur viðburður. Sjö gestgjafar, sem eru félagar í Beint frá býli, buðu heim, hver í sínum landshluta og komu aðrir félagar í samtökum smáframleiðenda matvæla, sem Beint frá Býli er aðildarfélag að, á bæi gestgjafanna til að taka þátt í matarmarkaði. Segir Oddný að fjöldinn hafi verið það mikill að varla hefði mátt koma fleiri gestum fyrir á bæjunum og að rífandi sala hafi verið á matarmörkuðunum.


„Tilgangur dagsins var að gefa landsmönnum kost á að heimsækja slík býli og bæði kynnast og kaupa vörur beint af smáframleiðendum, samhliða því að eiga góðan og fjölskylduvænan dag á íslensku bóndabýli, síðasta helgidag fyrir skólabyrjun,“ segir Oddný. Auk matarmarkaðarins var boðið upp á ýmsa skemmtun, leiðsögn um starfsemina á býlinu, veitingasölu og svo bauð félagið gestum upp á kökusneið, kaffi og djús.

Þarft sé að vekja athygli á þeirri starfsemi sem stunduð er á lögbýlum landsins og á hugtakinu „beint frá býli“, sem sé notað um framleiðslu svokallaðra heimavinnsluaðila og vörum smáframleiðenda sem framleiða matargersemar úr fjölbreyttum afurðum hringinn í kringum landið.

Gestgjafarnir sem buðu heim eru eftirfarandi; Hreppamjólk í Gunnbjarnarholti, Grímsstaðir í Reykholtsdal, Egilsstaðir í Fljótsdal við Óbyggðasetrið, Húsavíkurbúið á Ströndum (haldinn á Sauðfjársetrinu Sævangi á Ströndum), Háhóll geitabú í Nesjum í Hornafirði, Svartárkot í Bárðardal og Brúnastaðir í Fljótum.

8 myndir:

Skylt efni: beint frá býli

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...