Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kristinn Karlsson hefur starfað á prjónastofu frá sautján ára aldri. Árið 2008 keypti hann prjónaverksmiðjuna á Hvammstanga eftir að hafa verið yfirmaður þar í nokkur ár.
Kristinn Karlsson hefur starfað á prjónastofu frá sautján ára aldri. Árið 2008 keypti hann prjónaverksmiðjuna á Hvammstanga eftir að hafa verið yfirmaður þar í nokkur ár.
Mynd / ál
Viðtal 7. júní 2024

Ullariðnaður á gömlum grunni

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Hvammstanga starfar prjónaverksmiðjan Kidka sem nýtir alfarið innlent hráefni. Eigendur hennar reka verslun í einum enda verksmiðjuhússins sem gefur þeim nánari tengsl við viðskiptavinina.

Kristinn Karlsson er framkvæmdastjóri og helmingseigandi Kidka. Hinn helming fyrirtækisins á Irina Kamp, fyrrverandi eiginkona Kristins, og vinnur hún í markaðsmálum og saumaskap. Hann telur líklegt að þetta sé nánast eina prjónastofan sem framleiði alfarið úr innlendri ull. Kidka byggir á gömlum grunni, en frá árinu 1972 hefur sauma- og prjónastofa verið starfrækt á Hvammstanga og hét fyrirtækið fyrst Drífa. Í nokkur ár starfaði stofan undir heitinu Ísprjón, en þegar Kristinn og Irina keyptu prjónastofuna árið 2008 hét fyrirtækið Freyjuprjón og framleiddi aðallega fyrir Rússlandsmarkað. Nafnið Kidka er samsetning á gælunafni Kristins, sem er kallaður Kiddi, og eftirnafni Irinu Kamp. „Ég er búinn að vera í þessum bransa alveg síðan ég var sautján ára,“ segir Kristinn, en hann byrjaði sem prjónamaður á prjónastofunni á Hvolsvelli þar sem hann var í mörg ár. Hann flutti á Hvammstanga rétt fyrir aldamót til að starfa sem yfirmaður í prjónaverksmiðjunni og var hjónunum loks boðið fyrirtækið til kaups árið 2008.

Vörur fyrir túrista og hestamenn

Kristinn segir þetta vera ágætis rekstur og séu viðskipti við túrista stór hluti af sölunni. Þegar Covid-19 faraldurinn reið yfir og ferðamönnum fækkaði hafi þau brugðið á það ráð að hanna vörur fyrir hestamenn, eins og hestaábreiður og undirdýnur fyrir hnakka. Þetta styðji hvort annað, því hestamenn séu farnir að versla mikið af peysum.

Kristinn segist vera svo heppinn að nánast allt sem þau framleiði seljist vel. Það sem sé vinsælast séu hettupeysur og heilar lopapeysur. „Svo erum við með lundahúfur og þær mokast út.“ Lykillinn að góðri vöru sé að hafa tilfinningu fyrir því hvað viðskiptavinurinn vilji. „Stundum er þetta ekki akkúrat það sem þú vilt sjálfur.“ Þau hafi lagt sig fram við að þróa sniðin og gera flíkurnar nútímalegri. Áður fyrr hafi þetta verið hálfgerðar pokapeysur á meðan núna séu þær aðsniðnari. Það megi heldur ekki ganga of langt í að breyta peysunum í tískuvöru því ferðamenn vilji kaupa flíkur sem byggi á íslenskum hefðum. „Af því að við erum með túristabúð þá erum við í miklum tengslum við ferðamanninn og skynjum hvað fólk vill.“

Ýft með könglum

Mynstrin eru hönnuð í tölvum og send í prjónavélarnar. Þegar búið er að prjóna efnið þarf það að fara í gegnum þvott þar sem það er ýft og burstað í vél með fjölmörgum könglum. Eftir það er efnið þurrkað og pressað í réttar víddir. Þá fer efnið á saumastofuna þar sem það er sniðið í til að mynda boli og ermar ef framleiddar eru peysur. Að lokum er efnið saumað saman og fara vörurnar ýmist á lagerinn eða beint til viðskiptavina.

Að jafnaði starfa átta manns hjá fyrirtækinu. Kristinn segir helstu verkefnin lúta að saumaskap og að vakta prjónavélarnar. Hópurinn vinni síðan oft saman að því að hanna nýjar vörur. Á veturna skipti starfsmennirnir í verksmiðjunni með sér að vakta búðina, en á sumrin sé ráðið afleysingafólk í verslunina vegna mikilla anna.

Lágmarksyfirbygging

„Þetta fyrirtæki á að geta dafnað og verða stærra. Auðvitað byggist allt á því hvernig ytra umhverfið þróast,“ segir Kristinn. Hráefnis- og launakostnaður fari alltaf hækkandi sem þrengi að iðnaði á Íslandi og skýri af hverju framleiðsla færist til landa eins og Kína. Hann segist þráast við þar sem hann hafi gaman af þessu og vilji framleiða íslenskt.

Kidka hafi ekki mikla yfirbyggingu, sem hjálpi til við að halda fyrirtækinu arðbæru. Kristinn þekki allt ferlið og geti gengið í öll verk, hvort sem það sé að prjóna, selja eða gera við tækin. Ef fyrirtækið stækki það mikið að þörf væri á að bæta við fólki segir Kristinn ekki víst að það myndi borga sig. „Þetta fyrirtæki má ekki vera mikið stærra til þess að geta gengið með þessum mannskap, en auðvitað er það alltaf spennandi að stækka.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...