Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kjálkarnir eru sterkir og eiga háhyrningar auðvelt með að grípa bráð og drepa hana.
Kjálkarnir eru sterkir og eiga háhyrningar auðvelt með að grípa bráð og drepa hana.
Á faglegum nótum 18. júní 2021

Úlfar hafsins I

Höfundur: Vilmundur Hansen

Háhyrningar eru útbreiddustu spendýr jarðar og finnast í öllum heimsins höfum. Háhyrningastofninn við Ísland telur um 5.000 dýr og allt sem bendir til að hann sé í jafnvægi.

Talið er að heimsstofninn telji allt að hundrað þúsund einstaklinga. Háhyrningar eru hópdýr og veiðimunstri þeirra oft líkt við úlfa á landi. Háhyrningar mynda fjölskyldur sem eru stöðugar að stærð, frá fimm og upp í þrjátíu dýr. Elsta kvendýrið er formóðir allra hinna dýranna og svona kjarnafjölskyldur renna stundum tímabundið saman í stórar hjarðir þar sem mikið er um fæðu til dæmis á síldarmiðum.

Hjarðirnar eru mjög skipu-lagðar þegar kemur að veiðum. Háhyrningarnir umkringja bráðina og ráðast á hana frá mörgum hliðum og þreyta líkt og úlfar gera. Þetta gerir þeim kleift að veiða dýr sem eru mun stærri en þeir sjálfir, eins og til dæmis skíðishvali, og eru dæmi um að háhyrningar hafi veitt stærstu dýrategund heims, steypireyðina.

Háhyrningar ráðast gjarnan fyrst á tungu stórhvela þegar þeir eru að yfirbuga bráðina, auk þess sem þeir reyna að teppa blástursopið til að þreyta hvalina. Við Argentínu eru háhyrningar sem sérhæfa sig í að veiða kópa sæljóna og sela með því að renna sér upp að ströndinni og grípa þá og taka með sér út.

Neðansjávarupptökur frá Noregi sýna að háhyrningar vinna saman og skipta milli sín verkum þegar þeir smala saman síldartorfum upp við yfirborðið og éta úr henni til skiptist.

Háhyrningar eru stærsta tegundin af ætt höfrunga og nefnast Orcinus orca á latínu. Nafnið er dregið af Orcus sem er undirheimaguð í rómverskri goðafræði.

Fengitími þeirra er allt árið en stendur hæst á haustin og tekur meðgangan um tólf mánuði. Kálfarnir eru um tveir metrar að lengd og tæp 200 kíló við fæðingu og eru um tvö ár á spena.
Kvígurnar verði kynþroska um tíu ára aldur en ungnautin í kringum sextán ára. Á þessum þroskaárum eru kálfarnir að læra sitt hlutverk innana hjarðarinnar. Hámarksaldur kúa er 80 til 90 ár en tarfa 50 til 60 ár. Stærstu tarfarnir geta náð hátt í tíu metrum að lengd og átta tonnum að þyngd en kýrnar eru minni.

Háhyrningar gefa frá sér margvísleg hljóð á víðu tíðnisviði. Hljóðin eru notuð til samskipta og sem bergmálsáttun til að greina bráð. Flökkuháhyrningar eru hljóðlátari en staðbundnir. Hljóð háhyrninga eru ólík milli hjarða. Jafnvel er talið að ólíkar mállýskur geti gefið til kynna erfðafræðilegan skyldleika hjarðanna enda eru mállýskurnar mjög stöðugar innan hjarðanna og milli einstaklinga. Samanburður á hljóðum háhyrninga við Ísland og Noreg sýna greinilega mun á tjáskiptahljóðum.

Litamynstur háhyrninga er afmarkað og litaskilin skýr. Þeir eru svartir á bakinu en hvítir á kviðnum, neðri kjálkanum og sporðinum neðanverðum auk þess sem þeir hafa hvíta bletti aftan við augun. Aftan við hyrnuna er gráleitt svæði, söðulbletturinn, sem er talsvert breytilegur eftir einstaklingum. Háhyrningar eru gildir með stórt höfuð og víðan kjaft með 10 til 14 tennur í hvoru skolti. Kjálkarnir eru sterkir og eiga háhyrningar auðvelt með að grípa bráð og drepa hana.

Skylt efni: Háhyringar haf

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...