Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Úkraínskur kjúklingur kaffærir innlendan
Utan úr heimi 14. júní 2023

Úkraínskur kjúklingur kaffærir innlendan

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Pólsk bændasamtök vara við því að mikill innflutningur ódýrs kjúklingakjöts og eggja frá Úkraínu beri innlenda framleiðslu ofurliði.

Fyrir skemmstu fór að bera á andstöðu pólskra bænda við mikinn innflutning á úkraínskum kornvörum, eftir að tollar á innflutningi voru felldir niður í kjölfar innrásar Rússa.

Nú hefur það sama gerst með afurðir eggja- og kjúklingabænda með þeim afleiðingum að afurðaverð hefur hrunið. Poultry World greinir frá.

Framleiðslukostnaður lægri

Áætlað er að framleiðslukostnaður á eggjum og kjúkling í Úkraínu sé 25 prósent lægri en í Póllandi. Lækkað afurðaverð hefur leitt til að pólskir bændur eiga erfitt með að láta enda ná saman. Nokkrir hafa brugðið til þess ráðs að blanda kjúklingafóður heima á bæ, en varað hefur verið við að það geti minnkað framleiðslu. Fulltrúar bænda hafa sent pólska landbúnaðarráðuneytinu beiðni um að taka málið til umræðu á vettvangi Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Vilja setja framleiðslukröfur

Pólskir kjúklingaframleiðendur hafa bent á að eina leiðin til að breyta núverandi ástandi sé að framlengja ekki niðurfellingu tolla á innflutningi frá Úkraínu til Evrópusambandsins. Engu breyti ef Pólland eitt og sér taki aftur upp innflutningshömlur, ef úkraínskur varningur kemst óheftur til annarra landa ESB. Innflutningurinn hefur áhrif á markað allra sambandsríkjanna.

Kallað hefur verið eftir að auknar kröfur verði settar á framleiðslu þess kjöts sem flutt er inn, til að jafna stöðu bænda.

Bændurnir bæta við að enginn neiti því að þörf sé á að leggja Úkraínu lið, en nauðsynlegt sé að finna flöt sem kippir ekki stoðunum undan innlendri landbúnaðarframleiðslu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...