Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Úkraínskur kjúklingur kaffærir innlendan
Utan úr heimi 14. júní 2023

Úkraínskur kjúklingur kaffærir innlendan

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Pólsk bændasamtök vara við því að mikill innflutningur ódýrs kjúklingakjöts og eggja frá Úkraínu beri innlenda framleiðslu ofurliði.

Fyrir skemmstu fór að bera á andstöðu pólskra bænda við mikinn innflutning á úkraínskum kornvörum, eftir að tollar á innflutningi voru felldir niður í kjölfar innrásar Rússa.

Nú hefur það sama gerst með afurðir eggja- og kjúklingabænda með þeim afleiðingum að afurðaverð hefur hrunið. Poultry World greinir frá.

Framleiðslukostnaður lægri

Áætlað er að framleiðslukostnaður á eggjum og kjúkling í Úkraínu sé 25 prósent lægri en í Póllandi. Lækkað afurðaverð hefur leitt til að pólskir bændur eiga erfitt með að láta enda ná saman. Nokkrir hafa brugðið til þess ráðs að blanda kjúklingafóður heima á bæ, en varað hefur verið við að það geti minnkað framleiðslu. Fulltrúar bænda hafa sent pólska landbúnaðarráðuneytinu beiðni um að taka málið til umræðu á vettvangi Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Vilja setja framleiðslukröfur

Pólskir kjúklingaframleiðendur hafa bent á að eina leiðin til að breyta núverandi ástandi sé að framlengja ekki niðurfellingu tolla á innflutningi frá Úkraínu til Evrópusambandsins. Engu breyti ef Pólland eitt og sér taki aftur upp innflutningshömlur, ef úkraínskur varningur kemst óheftur til annarra landa ESB. Innflutningurinn hefur áhrif á markað allra sambandsríkjanna.

Kallað hefur verið eftir að auknar kröfur verði settar á framleiðslu þess kjöts sem flutt er inn, til að jafna stöðu bænda.

Bændurnir bæta við að enginn neiti því að þörf sé á að leggja Úkraínu lið, en nauðsynlegt sé að finna flöt sem kippir ekki stoðunum undan innlendri landbúnaðarframleiðslu.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...