Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Páskaliljur eru meðal harðgerðustu laukplantna og auðvelt er að veita þeim framhaldslíf því þær þrífast vel í görðum hérlendis.
Páskaliljur eru meðal harðgerðustu laukplantna og auðvelt er að veita þeim framhaldslíf því þær þrífast vel í görðum hérlendis.
Skoðun 23. apríl 2019

'Tête-à-tête' Febrúarlilja

Höfundur: Aldís Björk Sigurðardóttir
Um þessar mundir eru íslenskir garð­yrkjubændur í óða önn að senda frá sér blómstrandi plöntur í pottum til notkunar innandyra. 'Tête-à-tête' er ein þeirra, skyld páskaliljum.
 
Vinsældir þeirra koma ekki á óvart, með sínar gulu, óviðjafnanlega fögru klasasprengjur en auk þess eru þær meðal harðgerðustu laukplantna og auðvelt er að veita þeim framhaldslíf því þær þrífast vel í görðum hérlendis.
 
Uppruni
 
Febrúarliljur (N. cyclamineus) tilheyra ættkvísl hátíðarlilja (Narcissus), fjölærra laukjurta sem upprunnar eru í löndum sem liggja við Miðjarðarhafið og í Austurlöndum nær. 
 
Ættkvíslarheitið er jafnan tengt við grísku goðsöguna um Narkissos, undurfagran pilt sem varð svo ástfanginn af eigin spegilmynd að hann veslaðist upp og dó og breyttist í jurt þessarar ættkvíslar á árbakkanum. Merking orðsins á ensku þýðir 'svæfa' eða 'deyfa' en plönturnar framleiða einmitt ýmsar gerðir lýtinga (alkalóíða) til að verja sig gegn ágangi grasbíta og skordýra. Franska orðið 'Tête-à-tête' er hægt að þýða sem 'samræður' eða 'höfuð við höfuð' og er talið að nafnið á yrkinu sé til komið vegna þess að það líti út sem lútandi blómin séu að tala saman.
 
Innan ættkvíslarinnar Narcissus má finna þusundir teg­unda og tegundablendinga. Af­rakstur ræktun­arstarfs skilaði meðal annars 'Tête-à-tête', smávöxnu, harðgeru og margverð­launuðu yrki. Það sem gerir yrkið svo eftirsótt er hvað það er fagurt, fínlegt og harðgert og síðast en ekki síst, hvað það er blómviljugt en hver laukur getur sent frá sér mörg blóm. 
 
Lækningajurt
 
Menn hafa nýtt sér plönturnar öldum saman til lækninga, svo sem við brunasárum, tognunum og liðverkjum og einnig í nútíma lyfjaframleiðslu. Varast skal þó að leggja sér plöntuhlutana sér til munns því þessi efni geta valdið uppköstum og niðurgangi sé þeirra neytt og einnig framkallað útbrot ef þau komast í snertingu við húð.
 
Útlitseinkenni
 
Upp úr laukunum koma sprotar, umvafðir blaðslíðri sem innihalda lauf-, stöngul- og blómvísa. Laufblöðin eru græn með bláleitum tón, fremur mjó. Blómin eru hulin af himnukenndum háblöðum fyrir blómgun en springa svo út, ilmandi og falleg. 
 
Umhirða
 
Plönturnar þurfa bjartan stað en forðast skal að hafa þær í suðurglugga því of hár hiti og mikil sól geta valdið því að blöð sölni og blómin standa skemur en ella.
 
Jarðvegurinn í pottinum þarf að haldast rakur þegar plantan er í vexti og er ágætt að stinga fingri ofan í pottinn og vökva þegar efstu tveir cm jarðvegsins eru farnir að þorna. Afrennslisvatn ætti að fjarlægja úr undirskál eftir um 30 mínútur eða svo.
 
Framhaldslíf
 
Eitt af því sem gerir þessar plöntur svo skemmtilegar, er að þær eru auðræktaðar úti við, meira að segja hér á landi. Þær eru duglegar að mynda hliðarlauka, og því fær maður mikið fyrir peninginn. Gott ráð er að klípa slöpp blóm af svo orkan fari í að ljóstillífa og safna forða í laukinn í stað þess að mynda fræ. Þegar blómgun er lokið ætti að draga úr vökvun og leyfa blöðunum að sölna. Svo er hægt að setja laukana út í garð eftir síðasta frost. 
 
Febrúarliljur eru yfirleitt með fyrstu hátíðarliljum til að byrja að blómstra og færa okkur þannig fjær vetrardrunganum, eitthvað sem við þráum flest.
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...